Heimili og skóli - 01.04.1947, Qupperneq 4
26
HEIMILI OG SKOl.l
sem eru varnarlausastir allra — börn-
unum.
Við lifum nú á öld sérhæfninnar.
Löggjöfin heimtar æ nreiri sérmennt-
un í liestum greinum. Enginn má aka
bifreið, sem ekki hefur íengið til þess
lögboðinn nndirbúning. Enginn. má
stýra skipi eða flugvél fyrr en hann hef-
ur fengið rækilega þjálfun í því. Já,
enginn má mála hús, eða fóðra innan
stofu, nema hann hafi lært það og feng-
ið viðurkenningu fvrir kunnáttu sinni.
Þetta er nýi tíminn .En svo undarlega
er hann ósamkvæmur sjálfum sér, að
hverjum manni. karli og konu, er leyft
að ala upp börn, án þess að hafa sýnt
nokkra kunnáttu eða lræfni til þessa
mikilvæga verkefnis. Búnaðarfélag ís-
lands hefur ráðunauta í hrossarækt,
nautgriparækt, sauðfjámækt, loðdýra-
rækt o. s. frv. F.n við höfum enga opin-
bera ráðunauta í mannrækt. Þeir fáu
menn, sem leggja út á þá braut að
leggja fyrir sig uppeldisfræði sem vís-
indagrein, verða að námi loknu að gefa
sig við ýmsu öðru, venjulegumkennslu-
störfum o. s. frv., í stað þess að ríkið
ætti að nota þekkingu þeirra í þágu
uppeldismálanna í landinu til marg-
víslegrar leiðbeiningastarfsemi í þágu
almennings. Er nú að furða, þótt ýmis-
legt fari öðruvísi en vera ber í uppeldi
þjóðarinnar, þegar sérmenntunar er
ekki krafist í því, sem er mikilvægara
en allt annað, uppeldi sona og dætra
þjóðarinnar?
Skyldunum við þá ófæddu má skipta
í tvennt. Það eru í fyrsta lagi skyldur
samfélagsins, sem eru einkum í því
fólgnar að sjá öllum verðandi foreldr-
um fyrir mannsæmandi skilyrðum og
nœgilegri menntun til að ala upp börn.
Hins vegar eru það skyldur einstakl-
inganna, sem taka það á sig að verða
feður og mæður. Um skyldur samfé-
lagsins er það að segja, að þrátt fyrir
fjölgun skóla og kennara, auknar fjár-
veitingar til uppeldis- og kennslumála
og almennari aðsókn að öllum skólum
landsins, hefur þó sú grein hinnar al-
mennu þekkingar ,sem fjallar um upp-
e!di barna, vei ið látin sitja á hakanum.
Eg vil ekki gera lítið úr neinu því, sem
kennt er í skólum okkar. En éa: vil
benda á þau augljósu sannindi, að
kennsla í rneðferð og uppeldi ung-
barna hlýtur að vera mörgum sinnum
meira virði fyrir ungar stúlkur en flest
annað, sem þær læra í hinum almennu
skólum nii á tímum, þegar þess er líka
gætt , að mikill hluti allra ungra
stúlkna á það fyrir sér að verða mæð-
ur. Hlýtur ekki t. d. barnasálarfræði að
vera margfalt meira virði fyrir ungan
karl og konu, sem eftir stuttan tíma
eiga þann vanda framundan, að skilja
lítil börn, þarfir þeirra og hvatir, held-
nr en fræðsla um fjarlægar heimsálfur
og löngu liðnu atburði sögunnar? Get-
ur nokkur vafi leikið á því ,að það sé
hagnýtari menntun fyrir ungt fólk að
þekkja hin einföldustu sannindi upp-
eldisfræðinnar heldur en bókstafa-
reikning, svo að eitthvað sé nefnt.
Samfélagið rækir ekki skyldur sínar
\ ið þá ófæddu, nema stórum sé aukin
fræðsla í skólum landsins í hagnýtri
uppeldis- og sálarfræði, svo og næring-
arefnafræði og heilsurækt, og þá eink-
um í kvennaskólunum. Kvennaskólun-
um þarf að f jölga. En á meðan ekki eru
til nægir skólar til að sérmennta kon-
urnar, mætti konia á framhaldsdeild-
um við hina almennu samskóla. er