Heimili og skóli - 01.04.1947, Blaðsíða 5

Heimili og skóli - 01.04.1947, Blaðsíða 5
HEIMILI OG SKÓLI 27 sæju ungum stúlkum fyrir sérmennt- un við þeirra hæfi. Og námsskeiðum í hagnýtri uppeldisfræði fyrir almenn- ing þyrfti að koma á til og frá út um land. Framtíð þessarar þjóðar og staða liennar og styrkur í samfélagi þjóðanna getur ekki byggzt á öðru en mannrækt. \hð höfum ekki efni á því að eiga illa menntaðar þjóðfélagsstéttir og því síð- ur lausingjalýð, mergsoginn af óheil- brigðum lifnaðarháttum. Framtíð okk av byggist á því, að hvert einasta barn, sem fæðist, fái gott uppeldi, svo að úr hverjum einstaklingi geti orðið nýtur maður, eins og efni standa til. Þetta var nú um skyldur samfélags- ins til að tt^ggja framtíð hinna ófæddu, Eftir er þá lilutur einstakl- inganna, ábyrgðartilfinning þeirra og framsýni. Ungt fólk, sem lifir eins og enginn morgundagur væri til, er ekki líklegt til að valda því hlutverki að ala upp böm. Og ekki get ég að því gert, að í þessu sambandi kemur mér í hug margt ungt nútímafólk, sem hvorki ætti né mætti gerast foreldrar og upp- alendur, og þó verður það vafalaust svo. Svona getur jafnvel hið dýrmæta frelsi verið gallað í framkvæmd. Ungt fólk ,sem vill búa sig vel undir það hlutverk að gegna foreldraskyld- um, verður einkum að hafa tvennt í huga: Að lifa æskuár sín samkvæmt lög málum heilbrigðinnar, og velja sér síð- an góðan maka. Sé þessa gætt, hafa hin- ir ungu foreldrar gert frumskyldu sína \ ið þá ófæddu. Þegar Þorvaldur bóndi á Asgeírsá hafnaði, fyrir hönd dóttur sinnar, bón- orði ísleifs Gissurarsonar, vegna þess að hann taldi sig ekki geta gengið að rissum skilyrðum, er sett voru. fannst Döllu dóttir hans fátt um og mælti þessi alkunnu orð: „Eg héfi þann metnað, að vilja eiga hinn bezta manninn og með honum hinn göfugasta soninn, sem á íslandi mun fæðast." Þessi metnaður hélzt lengi í Hauk- dælaætt, og þótt hann væri stundum, bæði þar og annars staðar, bundinn við auð og mannaforráð, hefur hann þó haldið við sterkum og göfugum ætt- um, sem ekki vildu blanda blóði við lélegt kyn og lítils háttar að gáfum og skapgerð. Sú tíð er nú löngu liðin, að feður ráði gjaforði dætra sinna, og þó að slíkt færi oft vel og giftusamlega, er þó ekki ástæða til að óska eftir slíkri skipan aftur. En frelsið í þessum efn- um sem öðrum leggur ungu stúlkun- um skyldur á herðar, meiri en ella. Og ekki verður því neitað, að slíkt val er nú á tímum oift framkvæmt af undar- lega lítilli framsýni og forsjá, enda munu þær systur sjaldan vera spurðar þar ráða. Þó er þetta mikilvægasta sporið, sem hver ung stúlka stígur á ævinni, sem á annað borð gengur í heilagt hjónaband. Við þekkjum öll mörg slík dæmi, þar sem hjónabandið hefur farið út um þúfur og endað með skilnaði, eða þá að hjónin hafa lifað saman í ófarsælu hjónabandi alla ævi, en skugginn af því hefur svo fallið á börnin og myrkvað allt líf þeirra. En með því að ekki geta allar ungar stúlkur fengið úrvals menn og ekki all- ir ungir menn fengið úrvals konur. skal látið útrætt um það hér. En eftir eru þá skyldur þeirra sjálfra hvors um sig við þá ófæddu. Hvernig rækir t. d. hin reykjandi og

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.