Heimili og skóli - 01.04.1947, Side 9

Heimili og skóli - 01.04.1947, Side 9
HEIMILI OG SKÓLI 31 „nokkuð á leið“. Öhemju fé og fyrir- höfn er varið til að manna hana og siðbæta, — til þess að synir og dætur þjóðarinnar mættu verða meiri og betri en annars hefði orðið. Verði það e'kki, er allt unnið fyrir gíg. • Vonandi verða fræðslulögin nýju mikið framfararspor. Reynslan á eftir að sýna, hvað þau hafa til síns ágætis. Okostir þeirra eiga sennilega einnig eftir að korna í ljós, því að auðvitað eru þeir einhverjir. Kerfið er yfirleitt miðað við kaupstaði og kauptún, þ. e. þéttbýlið. En mundi hið sama eiga við í sveitum landsins? Því fer fjarri. Hér verður ekki farið út í það að rök- styðja þessa staðhæfingu. Þess á ekki að þurfa. Eg vil aðeins benda á eina staðreynd: Bæði kaupstaðir og þorp þessa lands hafa unnið allmikið að því að koma börnum sínum fyrir á sveitaheimilum til dvalar, lengri eða skemmri tíma. Það er ekkert nema gott um það að segja, að kaupstaða- börn gisti sveitirnar á sumrin. Ölluin aðilum verður það að gagni oftast nær. En þegar haustar, er ekki talið hollt, að „vandræðabörnin" svo-' nefndu sæki fjölmennu skólana, þótt þau eigi kost ágætrar kennslu. Og þá verður þrautaráðið stundum þetta: að koma þeim fyrir í fámenni og fásinni sveitanna. Hvoft mundi nú verða væn- legra til árangurs, að senda slík börn í fjölmennan heimavistarskóla í sveit, eða fámennan farskóla? — Hitt gæti svo verið annað umtalsefni, að stund- um eru þessi börn slæm sending í skóla í sveit. En ekki meira um það. Nú er töluvert talað um það, að sameina fleiri en einn lvrepp um sama barnaskóla. Ég held, að þetta sá var- hugavert. Reynslan mun yfirleitt vera sú, að því fjölmennari sem skólarnir eru, því minni verður árangur af kennslu og námi. Einn af merkustu skólamönnum okkar, Sigurður Guðmundsson skóla- meistari á Akureyri, gaf nýlega út bók, er hann nefnir „Heiðnar hugvekjur og mannaminni". Einn þáttur þessar- ar bókar er afmæliskveðja til Þórarins Jónssonar frá Hjaltabakka. En Þórar- inn var beimiliskennari hjá foreldrum skólameistara, og naut hann þá kennslu Þórarins. í afmæliskveðjunni segir rneðal annars: „Þótt margir foreldrar hafi verið hirðulausir og tómlátir um menntun barna sinna, og þótt eftirlit sé nauð- synlegt af hálfu ríkisvalds, barnaskól- ar séu óhjákvæmilegir, er það enn hvorki mælt né metið, hver framför er að hinum nýja sið, að minnka ábyrgðina á vandamönnum barnsins, hlaða henni að sama skapi meira á skóla, nefndir og ríki, flytja uppeldið að nokkru úr fámenninu í marg- menni.“ Ennfremur segir hr. S. G. m. a.: „Sökum reynslu minnar á þeim dögum hef ég ósjálfrátt ímugust á þeim stefnum, er í sveitum vilja flytja barnakennslu sem mest frá beimilum í fasta skóla. Slíkt sviptir heimilin verð- mætum, sem þau hafa ekki efni á að missa, gerir þau fábreyttari, fátækari og ófrjórri á menningarlega vísu.“ Þarna er mergurinn málsins. Það er að vísu gott og blessað, að börnunum sé tryggður réttur til að njóta sem beztrar kennslu. Og kennararnir verða að hafa aðstöðu til að inna af höndum störf sín, svo vel sem þeim er unnt.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.