Heimili og skóli - 01.04.1947, Blaðsíða 12

Heimili og skóli - 01.04.1947, Blaðsíða 12
34 HEIMILI OG SKÓLI Skriftarreglur fyrir börn 1. Sittu nokkurn veginn beinn í baki, lítið eitt liallandi áfram, eins og myndin sýnir, ekki skakkur. Hægri handleggur hvílir á borðinu, r> o \ instri hönd styður \ ið bókina. 2. Pennastönginni (eða blýantinum) skal halda laust og mikið hallandi, fingurnir sem beinastir. Burt með kreppta hnúann. Penni á að koma jafn mikið niður með báða odda, ekki á röð. 3. Skrifaðu hægt, á meðan þu ert að ná góðri stafagerð. Flýtir kemur með æfingu. 4. Skriftin á að vera fremur stór, má þó smæk'ka lítið eitt, þegar hún fer að ná festu. .5. Hafðu stafina jafna. Allir lágir stafir eiga að vera jáfnháir, og allir háir stafir jafnháir, og allir leggir niður jafnlangir. Um konur skipta karlar títt, þeir kaupa og selja hróin. Menn þunfa alltaf nýtt og nýtt í nágrenni við sjóinn. Eflir skólabörn i Bárðardal. (>. Láttu alla stafi haliast lítið eitt til hægri (ekki aftur á bak). Allir staf ir hallist jafnt. 7. Tengdu stafina vel saman, og taktu pennann ekki upp í miðju orði, nema orðið sé langt. Gættu þess að hafa bilið milli stafa sem jafnast, en þó ekki of stutt. Settu punkta og kommur yfir, eftir að hverju orði er lokið, Komman yfir á að liallast jafnt og stafurinn. 8. Síðasti stafur í hverju orði á und- antekningarlítið að enda með litl- um drætti upp á \ ið. 9. Reyndu að ná sem allra fallegustu lági á stafina. 10. Hafðu greinilegt bil milli orða. Aldrei má hrúga stöfum saman síðast í línu, heldur skipta orðinu. Ofurlítið bil (spássía) skal \era framan við hverja línu.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.