Heimili og skóli - 01.04.1947, Blaðsíða 14
36
HEIMILI OG SKÓL)
— ORÐ í BELG. —
Foreldrar mega áreiðanlega vera þakklát-
ir þeim, sem standa að þessu riti, því að
margar ágætar greinar hefur það flutt og
góðar bendingar gefið. Það er líka ágætt ráð
að gefa íoreldrunum orðið, og er vonandi, að
þeir notíæri sér það. Við stöndum ærið oft
í vanda með þessi blessuð börn okkar. Við
viljum sjálfsagt öll reyna til að gera þau að
dugandi manneskjum og góðum, en förum
vitanlega ærið oft skakkt að. Þess vegna eru
holl ráð svo kærkomin, eða eiga að minnsta
kosti að vera það.
Það er nú t. d. með útivistina á kvöldin.
Það vita allir foreldrar að sjálfsögðu, að
börnum er ekki hollt að flækjast úti fram
eftir öllu. En það er hægara sagt en gert,
þegar lítil eða engin samtök eru með þetta
hjá foreldrum. Það er ekki vandalaust eða
vinsælt að banna einu barni útivist, þegar
fjöldi félaganna er úti, eggjandi hitt að koma
í sollinn. Væri ekki reynandi í bæjum og
þorpum, að foreldrar á tilteknum svæðum
hefðu með sér samtök um þetta? Það myndi
án efa létta undir með öllum, því að vitan-
Iega þarf aldrei nema einn gikk í hverja
veiðistöð, ef svo ber undir.
Ég vildi nú skora á foreldra að taka þetta
til athugunar. Sennilega væri ein gata, eða
þá máske partur úr götu, e. t. v. partur úr
tveimur, nægilegt „hverfi“. Höfuðatriðið er,
að allir nánustu nágrannar yrðu samtaka.
Oft er talað um ætt og erfðir í sambandi
við börn. Mörgum finnst eðlilegt, að þessi
eða hinn gallinn eða kosturinn, sem vart
verður við hjá börnum, sé erfður, og þýði
lítið um það að fást, enginn breyti eðlinu.
Ég hugsa, að flestir foreldrar séu harla ófróð-
ir um þetta, hvort megi sín meira erfðirnar
eða uppeldið. Hvað segið þið nú um þetta,
sem betur vitið?
F a ð i r.
S v a r : Okkur lízt vel á uppástunguna
um, að foreldrar í þéttbýli, hafi með sér sam-
tök til að koma í veg fyrir útivist barna á
kvöldin. Það myndi án alls efa gefa góða
raun. Væri rétt að reyna það, og lofa okkur
svo að vita, hvernig gengur.
Svarið við spurningunni er erfiðara við-
fangs, nema þá í löngu máli. Það hefur jafn-
an verið um þetta deildt, hvort náttúran sé
náminu ríkari eða ekki. Það er að minnsta
kosti víst, að enginn gefur sér greind eða
ýmsar þær hneigðir og hæfileika, sem sann-
anlega fást með erfðum. Hitt er svo annað
mál, hvernig uppeldið fer með þennan arf.
Og þá er vitanlega hægt, bæði að glæða
„neistann“ eða láta hann kulna út. Það er og
alveg vafalaust, að heppilegt uppeldi getur
gert mikið úr litlu og jafnframt varnað því,
að illar hneigðir fái að drottna. Og svo virð-
ist nú sem menn telji, að gott uppeldi sé
mikilsverðast, þegar öllu er á botninn hvolft.
Skynsamlegt er að grennslast eftir og at-
huga hleypidómalaust þann stofn, sem barn-
ið er vaxið af, kosti hans og galla, og athuga
upplag barnsins í því ljósi. Það er nauðsyn-
legur grundvöllur til að byggja uppeldis-
starfið á.
GOSDRYKKIR EÐA MJÓLK.
Þegar ég sá það í Hejmili og skóla, að okk-
ur foreldrunum var boðið að taka til máls,
datt mér í hug að koma þar á framfæri
nokkrum orðum, sem ég vildi, að kennarar,
en þó einkum foreldrar, tækju til alvarlegrar
yfirvegunar. Og það, sem ég vildi þá vekja
athygli á, er hið sívaxandi gosdrykkjaþamb
barna og unglinga, en það hefur færzt svo í
vöxt á síðustu tímum, að ég sé ekki betur en
að þessir svokölluðu gosdrykkir séu á góð-
um vegi með að útrýma mjólkinni að veru-
legu leyti. En það sjá allir, hvaða þýðingu