Heimili og skóli - 01.04.1947, Side 17
HEIMILI OG SKÓLI
39
Barnið mitt
Móðir fjögra ára drengs kvartar yfir
þrjózkunni í drengnum sínum. Hann var áð-
ur svo hlýðinn og þægur, en nú er þessu öf-
ugt farið. Hann gjörir ekki það, sem honum
er sagt, og hið venjulega svar hans er: „Það
gjöri ég, þegar mér sýnist." Ekki má hjálpa
honum með neitt, hann vill borða sjálfur og
klæða sig sjálfur, þótt það fari allt í handa-
skolum. Hann vill ekki hátta á kvöldin, og
honum gengur illa að sofna. Hann hljóðar og
kvartar um, að hann finni til í maganum.
Móðir hans hefur farið með hann til læknis,
en hann fann ekkert að drengnum. Hann
hljóðar, er tekinn upp á milli og stundum
látinn í rúm mömmu sinnar, og þá batnar
honum helzt. Þó fær hann ekki að vera að
staðaldri í rúmi mömmu sinnar, af því að
foreldrarnir óttast þá, að það verði að vana.
Foreldrarnir hafa hugsað mikið um af
Tiverju þessi breyting geti stafað og komizt
helzt að þeirri niðurstöðu, að þrjózkan í
drengnum hafi aukizt til muna, er hann fékk
að vita, að hann ætti von á að eignast lítinn
bróður eða systur. Þegar móðirin sagði hon-
um frá því, svaraði drengurinn strax: „Eg
ætla að deyða það.“ Móðirin hafði heyrt um
erjur milli systkina, en ekkert þessu líkt. Og
drengurinn fékk alvarlega áminningu um, að
„svona mætti hann ekki tala um litla barn-
ið, sem engum hafi gert neitt misjafnt.“ —
Drengurinn svaraði eins og hann var vanur:
„Það gjöri ég eins og mér sýnist.“ Því næst
stökk hann burt og faldi sig. Siðan er hann
mjög tortrygginn. Þegar móðir hans situr við
sauma, spyr hann oft: „Hver á að fá þetta?“
Hann verður ólundarlegur, ef móðirin segir,
að það eigi að vera handa litla barninu.
S v a r: Sennilega er þessi þrjózka í
drengnum í fyrstu venjulegur mótþrói, sem
oft fylgir þessum aldri. En hann eykst og
margfaldast, þegar hann fréttir um litla
bamið. A þessum aldri vakna börn til með-
vitundar um sína eigin persónu og þola illa
afskipti annarra. Það er þá mikils virði, að
þau fái það traust á sjálfum sér, að þau geti
hjálpað sér sem mest sjálf. Þau verðaaðfáað
reyna að klæða sig ein. Það þarf að láta þau
vita i tíma, ef þau eiga að fara út, svo að
þau hafi góðan tíma til að dunda við að
klæða sig, og svo fæst oft að hjálpa þeim að
síðustu. Þau verða líka að fá að sitja við
borð og reyna að borða sjálf. Þó fæst oft að
hjálpa þeim með síðustu skeiðarnar, þegar
þau hafa fengið það inn í meðvitundina, að
þau hafi að mestu leyti borðað ein.
En samtímis og þau vakna til meðvitund-
ar um sig sem einstakling, bera þau sig sam-
an við þá fullorðnu, sem vita allt og geta
allt, og þess vegna finna þau innst inni til
smæðar sinnar og skortir öryggi. Þau þarfn-
ast því skilnings og stuðnings þeirra full-
orðnu.
Það sézt bezt á kvöldin, að þennan dreng
skortir öryggi, þegar hann grætur og kvartar
um þrautir í maganum. Þegar litli snáðinn
hefur magapínu, getur hann látið aðra snú-
ast í kringum sig. Þá má hann vera lítill,
gráta og leita huggunar hjá mömmu. Leyfið
honum fyrir alla muni að vera x mömmu
rúmi. Þótt það verði að vana einhvem tíma,
venst það af aftur, þegar hann þarf þess ekki
lengur. En núna þarf hann þess greinilega
með. Eg held einnig, að nauðsynlegt sé að
sýna honum hlýlegt viðmót á kvöldin. Gott
væri, ef hann vildi sitja í kjöltu þinni, og
reyndu að leika þér við hann svolitla stund,
áður en hann háttar. Reyndu svo að hjálpa
honum að hátta milt og vingjarnlega. Lofaðu
honum að mótmæla, og segðu að þú vitir vel,
að hann vilji ekki hátta, en nú EIGI hann að
gera það. Leyfðu honum að sýna mótþróa.
Hvað gerir til, þótt hann segi hundrað sinn-
um á dag: „Það geri ég, þegar mér sýnist."
Ef enginn skiptir sér af því, hverfur það
smám saman.
En til þess að geta læknað mótþróann í
drengnum, verður þú að skilja, að það er
ekki alltaf skemmtilegt fyrir barn að eignast
systkini, það er engin „gjöf“ til barnsins.
Sjálfsagt kemur að því, að drengnum fer að
þykja vænt um litla barnið, en þá þarf hann
fyrst að losna við öfundsýkina gagnvart því.
Þótt hann hóti að deyða það, má ekki taka
það bókstaflega. Börn hugsa svona. Þegar