Heimili og skóli - 01.04.1947, Side 18

Heimili og skóli - 01.04.1947, Side 18
40 HEIMILI OG SKÖLl Merk bók Heirnili og skóli er lítið rit, og þótt það sé ekki ómerkilegur liður í upp- eldi þjóðarinnar að kenna lienni að velja og lesa bækur, hefur ritið þó ekki séð sér fært að verja rúmi sínu til bókmenntafrétta. Þó að hér sé nú brugðið út af þeirri venju, og vikið fá- um orðum að bók einni nýútkominni, lrer ekki að skoða það sem neinn rit- dóm og varla bókarfregn, því að þar er ekki farið að neinum lögum eða venj- um. A jólunum var mér gefin bók, sem mér þótti mikill fengur í, og las ég hana spjaldanna á milli í jólaleyfinu. Bók þessi vat Heiðnar hugvekjur og manna minni eftir Sigurð Ciuðmunds- son skólameistara. Eftir nafninu að dæma ætti þetta ekki að vera neinn jólalestur, en víst mun kristni landsins þó ekki stafa hætta af þessari bók, því að hún á ekkert skylt við heiðna efnis- hyggju, þótt höfundurinn, af óþarflega þau reiðast eínhverjum, vilja þau deyða hann, og þegar þau hafa sjálf gert eitthvao rangt, óttast þau, að þá muni þau deyja. En eins og þau deyða í huganum, eins uppvekja þau líka aðra í huganum frá dauða. Fáið hann til að segja, hvort hann vilji heldur. Að síðustu ofurlítill eftirtektaverður at- burður. Móðir nokkur, sem ég kynntist, hag- aði sér skynsamlega í svipuðu vandamáli. Þegar hún átti von é að eignast annað barn- ið, reyndi hún að sauma á það, þegar eldra barnið svaf, en á daginn saumaði hún föt á eldra barnið, og þar að auki saumaði hún „milliverk“ í rúmföt þess. Hún svaraði alltaf, þegar vinkonur hennar spurðu, hvers vegna hún gjörði þetta: „Eldra barnið getur glatt sig við og skilið þetta skraut, en það getur nýfædda barnið ekki.“ Eiríkur Sigurðsson, þýddi. miklu yfirlætisleysi, hafi valið henni þetta nafn. Um efni bókarinnar er það að segja í stuttu máli, að hún skiptist í þessa meginkafla: Bókmenntaþættir — Manna minni — Manrúnir — Á nem- enda nroldum —■ Heiðnar hugvekjur og Eftirmáli. Sigurður skólameistari er bók- menntafræðingur að menntun og auk þess spakur að \ iti. Má því nærri geta, að þættir þessir, sem fjalla um ýmis öndvegisskáld þjóðarinnar, eru girni- legir til fróðleiks. 1 þættinum Manna minni þykir mér mest koma til greinarinnar, ívar bein- Iausi endurborinn. Þar er með ósvikn- um snilldartökum lýst miklum örlög- um. Og greinina, Við leiði Þórunnar Ólafsdóttur, las ég oft. Það eru „klass- isk“ eftirmæli um góða konu. Annars var tilgangur þessara fáu orða ekki sá að ræða um efni þessarar bókar, þótt merkilegt sé, heldur vildi ég vekja athygli á, að hér er á ferðinni óvenjttleg bók að málfegurð, þrótt- miklum stíl og meitluðum, sem unun er að lesa. , Hér er rammíslenzk bók, og það liggur við, að maður gieymi stundum sjálfu efninu við að hlusta á hrynjandi málsins, og er þó enginn hversdags svipur yfir því. Fáum er eins nauðsynlegt að temja sér fagurt málfar og kenntirum. Það er því hreint og beint sáluhjálparatriði fyrir þá að lesa góðar bækur og drekka í sig anda þeirra og stíl. Það er betra en nokkur skólalærdómur. Þarna voru Is- lendingasögurnar góður skóli, á meðan þær voru lesnar. Og nú vil ég ráða öll- um kennurum til að lesa þessa bók, og

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.