Heimili og skóli - 01.04.1947, Side 19
hfimili og sköli
41
Við móðurkné
Þetta er nafn á lítilli, en fallegri og hugð-
næmri bók, sem séra Oskar J. Þorláksson í
Siglufirði hefur tekið saman, og er að nokkru
leyti ávöxtur af samþykkt, sem gerð var á
fundi presta og kennara að Hólum í Hjalta-
dal sumarið 1945. Þetta er safn versa og
bæna, sem séra Oskar hefur tekið saman til
leiðbeiningar fyrir foreldra við trúaruppeldi
barna sinna, og skiptist kverið í þessa kafla:
Signingin. Faðir vor. Blessunarorðin. Bænin.
Kvölds og margna. Bæn og lofgjörð. Foreldr-
ar og börn. Vögguljóð. Heilræði og lífsregl-
ur. Island, landið okkar. Kirkjan og skólinn.
Hátíðirnar. Ritningargreinar fyrir hvem dag
mánaðarins. Upphaf Fjallræðunnar og loks
Trúarjátningin.
I ávarpsorðum til foreldra segir séra Osk-
ar:
— Flestir foreldrar munu einhvern tíma
hafa orðið snortnir af þessum orðum Frels-
ara vors: Leyfið börnunum að koma til mín
•ég fullyrði, að málsmekkur þeirra verð-
ur næmari og fullkomnari eftir en áð-
ur. Hún á að vera eins konar móteitur
\ ið því iágkúrulega og lélega máli, sem
við nútímamenn erum dæmclir til að
lesa.
Tvær bækur á ég í bókaskápnum
mínum, sem ég grípofttiþþegarandleg
látækt og orðafæð hefur verið méi8 til
baga, og hafa þær jafnan reynzt mér
heknisdómur, eins og efni standa til.
liækur þessar eru Kvöldræður séra
^íagntisar Helgasonar og Áfangar Sig-
urðar Nordal. Nú hefur þriðja bókin
"■’/t í þetta safn með Heiðnum hug-
vekjurn Sigurðar skólameistara. Von-
andi ;í hann eftir að auðga íslenzka
tungu með fleiri slíkum, í viðbót við
það, sem liaun með kennslustarfi sínu
hef'ur lagt þar að mörkum.
H. J. M.
og bannið þeim það ekki, því að slíkra er
guðs ríki. — — — Allir þeir, sem vilja
byggja líf sitt á grundvelli kristindómsins,
eru á einu máli um nauðsyn trúaruppeldis.
Þetta trúaruppeldi verður að byrja á heimil-
unum, meðan börnin eru ung, því að þau trú-
aráhrif, sem börnin verða fyrir á fyrstu árum
ævinnar, eiga sinn mikla þátt í því að móta
lifsstefnu þeirra síðar meir. Sé trúaruppeldið
vanrækt á þeim árum, verður erfitt að bæta
það upp síðar, jafnvel þótt um góða kristin-
dómsfræðslu sé að ræða. Enginn fær eins
mörg og góð tækifæri til að vekja trúar-
hneigð barnanna og fræða þau, og for-
eldrarnir, því að enginn á trúnað þeirra eins
óskiptan.
Allir foreldrar þrá gæfu barna sinna af
einlægu hjarta, en leiðin til þess að lifa far-
sælu og gagnlegu lifi er að gefa guði hjarta
sitt, þegar í æsku. Allt uppeldi ætti því að
mótast af þeirri hugsun.
Margir foreldrar, sem vilja glæða trú-
hneigð barna sinna í æsku, eru oft í nokkrum
vafa um það, hvað kenna eigi börnunum í
kristilegum efnum á fyrstu árunum, og
hvernig það verði bezt gert.
Aldagömul er sú venja að kenna börnun-
um vers og bænir, þegar þau voru orðin vel
talandi. Og ég held, að þessi aðferð sé enn í
fullu gildi, ef rétt er á haldið. En gæta verð-
ur þess, að hafa viðfangsefnin við hæfi barn-
anna. I því efni er tæplega hægt að gefa al-
gildar reglur, því að þroski þeirra er mjög
misjafn.
Þessu litla kveri er þó ætlað að vera for-
eldrum og barnavinum ofurlítil leiðbeining,
þegar velja skal bænavers til þess að kenna
börnum. Mörg af þessum versum eru gömul
og alkunn og munu því vekja hlýjar og við-
kvæmar minningar í hugum margra foreldra.
Þegar börnunum eru kennd vers og bænir,
þarf að framkvæma þá kennslu með lotn-
ingu og trúareinlægni. Sýna þarf börnunum
mikla þolinmæði, og gæta þess, að þau of-
þreytist ekki, heldur læri versin næstum
ósjálfrátt. Útskýra þarf það, sem kann að
vera þeim torskilið.
Eðlilegast er, að menn biðjist fyrir og hafi
yfir bænavers kvölds og morgna. Fullkomin
kyrrð og næði þarf að ríkja á slíkum bæna-