Heimili og skóli - 01.08.1953, Side 24

Heimili og skóli - 01.08.1953, Side 24
68 HEIMILI OG SKÓLI fisk. En þá kemur auðvitað í ljós, að maður verður að fá að fara eitthvað út úr salnum, til þess að heitið geti, að maður sigli til Aberdeen og LIull. Það er svo sem sjálfsagt, og þetta er mjög ánægjuleg ferð, því að sú fregn kemur til baka með landnáms-hjónunum, að Dawson hafi einmitt verið að leysa löndunarbannið, svo mátulega snemma, að afgreiðslan gekk að ósk- um. Óskaplega gaman er líka að vera Tröllafoss, sem sækir kornvörur og jeppabíla til Ameríku, eða þá Dísar- fell, er kemur augafullt af appelsínum, eplum og kaffibaunum lengst sunnan frá Brazilíu, en hafði auðvitað komið við á Spárii. Allir liafa nóg að gera, já, miklu meira en nóg. Hugkvæmustu börnin finna upp á ýmsu, sem kennarinn hef- ur ekki stungið upp á, og e. t. v. alls ekki dottið það í hug. Það er umsvifa- laust notað, svo að leikurinn verður svo sem ekki eingöngu eftir forsögn kennarans. Nei, margir aðrir eiga þar sínar ágætu tillögur. Leiknum er ekki langt komið, þegar það kemur upp úr kafinu, að ekkert varðskip er til taks, ef Ingólfur og Hallveig skyldu ruglast í því, hvar nýja landhelgislínan er. Þá er eitthvert skipið sett upp í Slippinn til viðgerðar, en Þór, eða Ægi, ýtt á flot í staðinn. Nú, svo þarf að fara eins að, þegar í ljós kemur, að ekkert skip- anna getur flutt olíuna og ben/.ínið til Hvalfjarðar. Það vantar olíuskip, og það er í snatri smíðað olíuskip, því að betra er að kaupa dýrt og eiga sjálfur, heldur en leigja, og missa peningana út úr landinu. Skyndilega kemur babb í bátinn. Einhverjum dettur það snjallræði í Itug, að láta bera að garði „landsins forna fjanda“. Jú, það er samþykkt, því að slíkt eru mikil tíðindi, sem fróðlegt er að sjá, hvernig við verður snúizt. Og ísinn kemur. Sagan frá 1882 end- urtekur sig. Það er augalaus ís vestan frá Látrarbjargi og austur aðAustfjörð- um. Sum skipin krtVast inni við Norð- urlandið, en önnur stöðvast á leið þangað. Auður sjór hejzt um sinn norðan annesja milli Hornstranda og Rauðunúpa. Hvað skal nú til bragðs taka? Verk- efnið er aðkallandi. Það er minnzt á flugvélar og snjóbíla. En svo kemur að lokum fram tillaga, sem allir fallast á að sé sjálfsagðasta lausnin, eða a. m. k. nauðsynleg líka. Það er skipaskurður- inn milli Breiðafjarðar og Húnaflóa. Bezt að mæla strax, hvað hann þarf að vera langur og hvar honurn verður bezt fyrir komið. Hið íslenzka Suez eða Panama. Það er stórkostleg hugmynd og veglegt framtíðarverkefni. En þá er frjálsi tíminn (meira að segja með framlengingu) allt í einu búinn.Þessi ánægjulega og athafnaríka stund er á enda, en hugir hinna stór- ráðu og framsæknu, þótt enn séu lágir í loftinu, halda áfram að glíma við verkefnið: Að mæta hættum og vanda með stórum átökum, er styðjast við tækni nútímans og djörfung íslend- ingsins. i

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.