Heimili og skóli - 01.08.1953, Qupperneq 27

Heimili og skóli - 01.08.1953, Qupperneq 27
HEIMILI OG SKÓLI 71 LIFANDI KENNSLA. Líklega hefur aldrei verið gerð eins heiðarleg og alvarleg tilraun til að finna kennslu og skólastarfi ný, betri og lífrænni form en einmitt nú á þess- um síðustu árum. Hvar sem komið er, eru kennarar að þreifa sig áfram, hægt og varfærnislega, eins og vera ber í þessum efnum. í skóluni, sem ég heim5- sótti í Osló s.l. vetur, varð þess t. d. nokkuð vart, að kennarar eru farnir að gera tilraun með að leika námsefn- ið. Það er að vísu ekki nýtt fyrirbæri, en mér virtist það vera að ná þar ein- hverri fótfestu, og líklega er það kennsluaðferð, sem á eftir að ryðja sér til rúms, meira en orðið er. Einn af þeim skólum, sem ég heimsótti, var Válerengeskole. Byggingin er gömul, og þarna skortir nýtízku þægindi, en þarna er samt verið að reyna margt nýtt í kennsluaðferðum, og kennarar, undir stjórn frú Rannveig Aannerud, virtust allir samtaka um að leita að J einhverju nýju og finna það. Einhver fyrsti .tíminn, sem ég kom þarna í, var einmitt hjá skólastjóran- um, frú Aannerud, og hann var nokk- uð sérkennilegur, því að þar var náms- efnið allt leikið, og allur bekkurinn tók þátt í þeim leik. En börnin höfðu haft þrjár vikur til að búa sig undir þennan tíma í frístundum sínum. Tíminn hófst með því, að öll börnin komu upp að töflunni og sungu ljóð. Svo hófst leikritið, sem var í því fólg- ið, að tvö börn dreymir draum og er það allt sýnt. Þau dreymdi, að þau hefðu fengið skeyti frá frænda sínum, sem átti heima í New-York, um að þau mættu koma með ákveðnu skipi og heimsækja sig. Annars var þarna lögð til grundvallar bók eftir merkan, okkar svalað með því að spyrja rétta aðilja. I mínu ungdæmi komu foreldrarnir varla í skólann til annars en að klaga yfir einhverju. Nú standa skóladyrnar opnar fyrir öllum foreldrum og þeir streyma þangað inn til þess að kynnast skólastarfinu og sjá börn sín frá ann- arri hlið en í heimilinu. Og skólastof- an hefur tekið stakkaskiptum einnig. Fyrrum sat hvert barn í sínu sæti með fingurinn á blaðsíðunni, og allir put- arnir á sama stað. Nú eru mörg járn f eldinum í einu og unnið að mörgu á sama tíma. Börnin fá að hreyfa sig í kennslustofunni til að sækja efni og bækur, sem þau þurfa á að halda við nám sitt og starf. Oft leita þau hjálpar hjá einhverjum félaga sínum eða hjá kennaranum. Skólastofan er orðin að lifandi vinnustað, þar sem börnin ljóma af iðni og ákafa. Þar er ekki lengur þessi hátíðlega dauðakyrrð. Eg vil ljúka þessum línum á sama hátt og ég byrjaði: Kæru foreldrar, komið til okkar í skólann. Heyrið og sjáið, hvað þar er að gerast. Lærið að þekkja barnið ykkar eins og það er í skólanum. Það er skylda yðar við barn- ið, og það mun reynast öllum til gagns og ánægju. Lauslega þýtt H. J. M.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.