Heimili og skóli - 01.08.1953, Page 13

Heimili og skóli - 01.08.1953, Page 13
HEIMILI OG SKÓLI 57 Félágsheimili Kennarasambcmds Noregs á Tranberg. (Ljósm. Sigurður Gunnarsson). dugnaði og fjárfórnum hafa foreldrar og kennarar keypt jörð á yndisfögrum stað, alllangt frá Osló, og komið þar upp aðstöðu til dvalar fyrir t\’o bekki samtímis, ef ástæða þætti til Hér er um feykilegt át,ak að ræða, og aðeins fært þeim, sem einhuga stefna að settu marki. Samtök foreldra og kennara við þennan skóla og ýmsa aðra í Osló, eru meiri og blessunarríkari en ég hef áð- ur kynnzt, og því til sannrar fyrir- myndar. Ég kynntist töluvert tveim kennur- um frá Sagene skóla, sem höfðu verið með bekki sína í „lejr“-skólanum, og átti við þá langar viðræður. Voru þeir sammála um, að hér væri um nrjög mikilsverða skólastefnu að ræða og þroskavænlega fyrir börnin. Bar þeim þar í öllu saman við hr. Pedersen. — Annar þessara kennara hafði sarnið svo um við sveitaheimilin í grenndinni, að börnin fengju að gista þar eina nótt, eitt til tvö á hverjum bæ, og áttu þá jafnframt að kynna sér eftir beztu getu, störfin á heimilinu. Þetta hafði gefið hina ágætustu raun, og verið börnun- um til einstakrar ánægju og uppbygg- ingar. I þakklætisskyni höfðu svo Osló- börnin boðið sveitabörnunum til dvalar í borginni, þegar þeim hentaði bezt. — Enginn efi er á, að slík gagn- kvæm kynni ungmenna frá sveit og bæ, eru harla mikilvæg, og munu margir skólanemendur hér hugsa sér slík kynni sem ákveðinn lið í starfi hins norska „lejr“-skóla. Geta má, til að gefa hugmynd um samstarfsvilja foreldranna, að nokkrar mæður hafa jafnan, af frjálsum og fúsum vilja, verið með hverjum bekk, er hann hef- ur dvalið í ,,lejr“-skólanum, og annast matseld og þjónustu. Hefur það að sjálfsögðu verið ómetanlegt. Þótt ýmsir skólar i Osló og í fleiri bæjum í Noregi, hafi hug á að koma sér upp eigin „lejr“skóla, voru þátt- takendur námskeiðsins sammála um, að sú leið væri fæstum fær, vegna kostnaðar. Með Grettistökum, eins og hjá Sagane skóla, væri almennt ekki hægt að reikna með. En til þess að hægt væri að framkvæma skólastefnu þessa fljótt, og á tiltölulega ódýran

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.