Heimili og skóli - 01.08.1953, Side 17

Heimili og skóli - 01.08.1953, Side 17
I HEIMILI OG SKÓLI 61 „Children who can not read“ nokkur dæmi þess, hversu geysilegur munur getur vdrið á greindar- og lestrar-vísi- tölu, og var þá lestrar-vísitalan ýmist k hærri eða lægri en greindar-vísitalan. Skal ég nefna þessi dæmi hér: Aldur Greindar- vísitala Lestrar vísitala 6 ár 119 154 7 - 129 . 63 7 - ........ 155 41 8 - 99 140 8 - 52 129 15 - 96 34 Þegar munurinn á greindar- og lestrar-vísitölu er eins mikill og hér er bent á, hlýtur einhver alvarleg vit- leysa eða mikill lestrargalli að vera á ferðinni. Hver orsökin er, er ekki hægt að segja neitt með vissu um, fyrr en barnið hefur verið prófað með hæfðu lestrarprófi. Slík lestrarpróf eru bæði hæf hvað hljóðlestur og raddlestur snertir, þau sýna, í hverju lestrargall- arnir eru fólgnir, hvort um er að ræða úrfellingar eða innskot bókstafa, hljóða eða atkvæða, hvort um víxlun bókstafa er að ræða, en slíkir gallar þykja mjög alvarlegir og benda á, að um eitthvað alvarlegt sé að ræða, ef til vill ranga úrvinnslu í heilanum, Prólin sýna, hvernig efnisnámið er, hvort barnið er klaufi að þekkja orð, sein það hefur oft séð áður, hvort eðlilegur hljóðasamruni er í einhverju ólagi, hvort hljóðagreining er gölluð eða atkvæðagreining bágborin, þá er og réttritunar-hæfni barna prófuð. Aðalatriðið er, að gera sér ljóst, á hvaða sviði lestrarörðugleikar barns- ins eru; er þá aðeins von um, að hægt sé að hjálpa því, svo að gagni sé, að orsakir örðugleikanna séu kunnar. Það, sem mestu máli skiptir, er að gera sér ljóst, hvort örðugleikar barns- ins séu sjón- eða heyrnar-kenndir, en eftir því verður að haga kennslunni. Það er ekki nóg að ganga úr skugga um, að barn lesi seint og illa og efnis- námið sé í lakara lagi, við verðum líka að ganga úr skugga um, hvar veik- ustu hliðarnar eru. Ég skal nefna eitt dæmi, sem danski sálfræðingurinn Carl Aage Larsen hefur bent á, en Carl Aage hefur það fram yfir alla aðra sálfræðinga, sem ég þekki, að hann á sjálfur við lestrarörðugleika að stríða og hefur gert sér sérstakt far um að finna orsakir þeirra. Drengirnir, sem hann prófaði, Jens og Leifur, höfðu álíka margar stöfunar- og lestr- arvillur í jafnlöngum teksta, þeir voru líka álíka lengi að lesa tekstann. Fljótt álitið virðist mega gera ráð fyrir því, að drengir, sem eru jafnlengi að lesa sama teksta og hafa jafnmargar villur, lesi eins. \7ið nánari athugun kemur í ljós, að þannig er þetta ekki, eins og eftirfarandi samanburður ber með sér. Af orðum, sem eru stöfuð, les Leifur 87% rétt en 13% rangt. Af orðum, sem ekki eru stöfuð, les hann 54% rétt og 46% rangt. Þetta er á allt annan veg lijá J ens; af orðum, sem eru stöfuð, les liann 56% rétt og 44% rangt. Af orðum, sem ekki eru stöfuð, les hann 88% rétt og 12% rangt. Þótt lestrartími og villufjöldi drengjanna væri eins, eru villumar svo gerólíkar, að ógerlegt væri að nota sömu lestraraðferðina við að kenna þeirn báðum, ef góður árangur ætti að nást. Leifur hefur flestar villur í

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.