Heimili og skóli - 01.08.1953, Blaðsíða 30
74
HEIMILI OG SKÓLI
Uppeldismálaþingið 1953.
Dagana 12.—15. júní s.l. var háð hið
venjulega uppeldismálaþing í Reykja-
vík, en það er lialdið annað hvort ár.
Þingið var sett í Melaskólanum af
formanni Kennarasambandsins, Arn-
grími Kristjánssyni, að viðstöddum
forseta Islands, kennslumálaráðherra,
sendiherra Dana, settum fræðslumála-
stjóra o. fl. gestum. Menntamálaráð-
herra flutti ávarp. Þá fluttu framsögu-
erindi þeir Einar Ólafur Sveinsson
prófessor og dr. Broddi Jóhannesson,
en síðan fóru fram umræður um aðal-
mál jjingsins: íslenzkt þjóðerni og
skólarnir. Menntamálaráðherra hafði
einn daginn boð inni fyrir þinggesti
og talaði þar.
Hér fara á eftir samþykktir þings-
ins:
Uppeldismálaþingið er einhuga um
þá skoðun, að því aðeins varðveiti ís-
lendingar þjóðerni sitt og sjálfstæði,
að þeir leggi af alhug rækt við menn-
ingu sína. Með þeirn hætti einum öðl-
ast þjóðin styrk til þess að standa gegn
þeim áhrifum erlendum, sem ógna ís-
lenzkri menningu: Oviinduðum þýð-
ingum, lélegum og siðspillandi kvik-
myndum, ómerkilegu útvarpsefni frá
erlendum útvarpsstöðvum bæði í
landinu sjálfu og utan þess. Sú ógn-
un, er í slíkum áhrifum felst, er
orðin stórum hættulegri vegna sam-
býlis við erlent herlið í landinu. Þing-
ið leggur því áherzlu á, að stjórnarvöld
landsins og öll þjóðleg menningarsam-
tök leggist á eitt um það, að sporna af
fremsta megni við umgengni íslenzkr-
ar æsku við hið erlenda herlið. Hins
vegar er þjóðinni nauðsynlegt að njóta
hollra menningaráhrifa frá öðrum
þjóðum, hverjar sem þær eru, enda
hefur íslenzk menning frjóvgast við
slík áhrif á umliðnum öldum.
Þingið ber fullt traust til skóla
landsins, að þeir láti einskis ófreistað
til að vekja ást og glæða skilning ís-
lenzks æskulýðs á lífsbaráttu þjóðar-
innar, sögu hennar, tungu, bókmennt-
um, náttúru landsins og öllu því, sem
land og þjóð á bezt í fari sínu.
Þingið vill í þessu sambandi benda
á nokkur ráð ,sem komið gætu að liði
í starfi skólanna til eflingar íslenzkri
þjóðrækni. Má þar nefna aukningu ís-
lenzkra kennslumynda (kvikmynda,
skuggamynda, vinnubókamynda, vegg-
mynda), bætta myndskreytingu
kennslubóka, söfnun íslenzkra nátt-
úrugripa og plantna, heimsóknir í söfn
(þjóðminjasöfn, byggðasöfn, listasöfn,
náttúrugripasöfn). Þyrfti að stofna til
skipulegra leiðbeininga í því sam-
bandi. Heimsóknir nemenda á vinnu-
staði mundu koma þeim í nánari
tengsl við þjóðlífið. Heimsóknir ís-
lenzkra rithöfunda, menntamanna og
listamanna væru og tvímælalaust til að
örva áhuga nemenda á íslenzkum
þjóðarmenntum. Ennfremur telur
þingið athyglisverða þá hugmynd að
helga íslenzkri tungu, sögu og bók-
menntum sérstaka skóladaga eingöngu
og er þyí meðmælt að skólum verði
veitt heimild til þess.
Um kennslu í íslenzku máli, bók-