Heimili og skóli - 01.08.1953, Blaðsíða 31
HEIMILI OG SKÓLI
75
menntum og sögu vill þingið taka
fram:
a) Að lögð verði miklu meiri áherzla
en nú tíðkast á mælt mál í daglegu
skólastarfi, skýran framburð, glögga
frásögn og áheyrilega framsögu. Mál-
fræðikennslan miðist einkum við
rétta, hagnýta meðferð málsins. Nú-
verandi tilhögun, að próf séu nær ein-
göngu skrifleg, þarf að sjálfsögðu að
breyta til samræmis við ábendingar
þessar.
b) Aukin verði kennsla í íslenzkum
bókmenntum í skólum landsins, nem-
endurnir látnir læra sem mest af ljóð-
um, áherzla lögð á merkingu orða og
orðtaka og reynt að glæða skyn þeirra
á anda málsins.
c) Að lögð verði aukin áherzla á
kennslu í íslandssögu, einkum eftir
1874.
Uppeldismálaþingið samþykkir að
leita samvinnu við prestastétt landsins
um aðferðir og leiðir til verndar ís-
lenzkum æskulýð og í sambandi við
þjóðernisleg og siðferðisleg vandamál.
Þá voru samþykktar eftirfarandi til-
lögur:
U.
Uppeldismálaþingið telur höfuð-
nauðsyn, að hið allra fyrsta verði ráðn-
ar bætur á þeirri óviðunandi aðbúð,
sem Kennaraskólinn hefur lengi orðið
að sætta sig við. Skorar þingið ein-
dregið á hæstvirtan menntamálaráð-
herra, að hann hlutist til um, að hafin
verði bygging nýs kennaraskóla þegar
á þessu ári.
II.
Vegna viðtals við Gunnar Finnboga-
son, cand. mag., skólastjóra á Patreks-
firði, sem birt er í Morgunblaðinu
sunnudaginn 14. júní, vill uppeldis-
málaþingið lýsa því yfir, að það telur
eftirfarandi ummæli hans um ung-
linga í skólum landsins gífuryrtan og
ómaklegan sleggjudóm:
„Skólabragur er í mörgum atriðum
losaralegur. Ábyrgðarkennd barna og
unglinga er þorrin. Nemendur eru
óhlýðnir, kunna ekki að skammast sín,
meta einskis, hvort þeir standa sig bet-
ur eða verr. Kæruleysið er afskaplegt
og námsleiði mikill."
Þótt höl’undur þessara tilfærðu um-
mæla hafi ef til vill kynni af slíku mis-
ferli í einstökum skóla, sínum eigin
eða öðrum, nær engri átt að gera það
að átyllu fyrir almennan áfellisdóm af
þessu tagi, og sízt vænlegt til góðra
áhrifa.
III.
Samþykkt var tillaga um endur-
heimt íslenzkra handrita úr dönskum
söfnum, önnur um að koma söngnámi
kennara í fullkomnara horf, og enn-
fremur beindi þingið þeirri áskorun
til menntamálaráðherra, að hann beiti
sér fyrir því á Alþingi, að 114% af
frantlagi ríkisins til fræðslumála verði
framvegis veitt til vísindalegra rann-
sókna á uppeldi og kennslutækni.
í skólanum.
Kennslukonan er að segja bömunum frá
skordýri, sem verpir milljónum eggja. Dóri
litli hugsar sig um litla stund og spyr síðan:
„Hljóða þau svo við hvert egg, sem þau
eiga?“
Ofugstreymi.
Faðirinn: „Hvernig er það, lærir þú nokk-
uð í skólanum?“
Sonurinn: „Já, alltof mikið, svo að ég get
ekki munað það allt. Þegar ég man eitthvað,
kenna þeir mér eitthvað annað, svo að ég
gleymi því, sem ég mundi.“