Heimili og skóli - 01.08.1953, Qupperneq 26
/
70 \
ir. Það er búið til hveitilím í skólan-
um og stafirnir og myndirnar eru límd
á pappír eða í bók. Allt er þetta gert til
að fá barnið til að starfa, koma því á
lagið, svo að það geti einnig unnið
þetta heima hjá sér. Börnum þykir
gaman að geta unnið það sama heima,
sem þau gerðu í skólanum, og þvi
skyldi þá ekki vera lagt kapp á að búa
þau undir slíkt? Með því móti fá for-
eldrarnir einnig að fylgjast með starfi
skólans á raunverulegan hátt — og án
allra skýringa.
Það getur vel verið ,að eitthvað af
pappír og öðrum úrgangi slæðist á
gólfið, en látið barnið sjálft hreinsa
það á eftir, það gerir það fúslega, að-
eins ef það vær að vinna sjálft og skapa
eitthvað. Með því að klippa út, teikna
bókstafi og líma þá inn, koma fram í
huga barnsins heil orð, sem það þekkir
og man. En munið eftir því, kæra
móðir og kæri faðir, að svara barninu,
ef það spyr um eitthvað. Spurningar
barnsins bera vott um, að það vill fá
að vita eitt og annað. Það getur verið
dálítið erfitt fyrir kennara að svara öll-
um spurningum, sem til hans berast úr
fjölmennum bekk, að minnsta kosti
sama daginn, en ef pabbi og marnma
geta svarað, þá er það engu lakara.
Rekið ekki barnið frá ykkur, jafnvel
þótt þið eigið annríkt, með því hrindið
þið frá ykkur því bezta og elskulegasta
í fari barnsins, sem sé því trausti, sem
barnið ber til ykkar og þeirri barns-
legu trú, að pabbi og mamma geti ráð-
ið fram úr öllum vanda.
Þið viljið kannske líta svo á, að það
sé hlutverk skólans að svara þessum
spurningum barnsins. Já, það er rétt,
og hann gerir það, en flestum litlu
HEIMILI OG SKÓLI'
börnunum er Ijúfara að spyrja pabba
og mömmu en ókunnugan kennara.
Það getur líka tekið nokkurn tíma, að
sá trúnaður skapist milli kennarans
og barnsins, að það komi til hans með
spurningar sínar óhikað.
En til að koma þeim trúnaði af stað,
er gott að byrja með því að kennarinn
láti barnið alltaf sýna sér það, er það
hefur unnið sjálft heima. Hvort sem
það hefur fundið það sjálft upp eða
foreldrarnir. Slíkir smáhlutir, sem
barnið hefur búið til, geta gefið kenn-
aranum margar góðar hugmyndir.
Hjólið snýzt nú án afláts. Nú vita
foreldrarnir, hvað er að gerast bak við
múra skólans, þeir hafa meira að segja
sjálfir lagt þar ofurlítið til málanna.
Einu vil ég þó beina til allra foreldra:
Þið skuluð ekki lagfæra eða leiðrétta
skrift barnsins. Það er kannske verið
að reyna nýtt skriftarform, og ef ykkur
sýnast stafirnir eitthvað einkennileg-
ir, þá talið við kennarann áður en þið
grípið inn í.
Yfirleitt verður að sýna mikla þolin-
mæði. Ætlist ekki til of mikils af barni
yðar. Ætlið því ekki að læra að lesa og
reikna í skjótri svipan, jafnvel þótt ná-
grannabarnið sé komið lengra. Annars
hættir mörgum foreldrum til að krefj-
ast mikils af fyrsta barninu. Ég veit
ekki hvers vegna, en svona er það oft.
Hinar nýrri aðferðir í byrjunar-
kennslu taka tnikið tillit til þroska
hvers einstaks barns, en heimta alls
ekki, að allir í bekknum geti það sama.
En ef það er eitthvað, sem þið eruð í
vafa um, skuluð þið spyrja kennarann.
Ykkar eigin börn spyrja ykkur. Við
fulltíða menn fáum einnig forvitni