Heimili og skóli - 01.08.1953, Síða 16
60
HEIMILI OG SKÓLI
er að ræða, er takmarkið alltaf það,
að börnin geti lesið í orðmyndum;
hvaða leiðir séu heppilegastar til þess
að ná því marki, greinir menn tals-
vert á um, sumir vilja byrja á orð-
myndum og jafnvel ekki sinna eind-
um, þ. e. stöfum eða hljóðum, að
neinu ráði, aðrir vilja byrja á stöfum
og enda við orðmyndir, þeir þriðjti
leggja mikla áherzlu á einstök hljóð
og samruna þeirra í hljómmyndir.
Eins og ég gat um áður, hef ég ekki
í hyggju að gera lestraraðferðir að sér
stöku umtalsefni, en benda má á, að
hægt er að kenna lestur þannig, að
ein aðferðin er gerð að hjálparaðferð
-annarrar. Hugsum okkur t. d. ef við
byrjum á orðmynd, kennum barninu
að segja orðið, síðan stöfum við það
og skiptum því í atkvæði, við l>yrj-
um þá á heildaaðferð, en tökum
svo greiningaaðferð í þjónustu okkar
þannig, að við göngurn úr skugga um,
hvernig hinir einstöku hlutar orðsins
eru. Þetta verðum við að gera fyrr eða
síðar, ef við eigum að gera okkur von-
ir um að geta kennt börnunum rétt-
ritun. Hugsanlegt er einnig að nota
hljóðaaðferðina sem hjálparaðferð við
lestrarkennsluna, einkum ef við vit-
um, að börnin, sem við kennum, hafa
gott sjónminni og orðin, sem við æf-
úm með aðstoð hl jóðaaðferðar, eru
hljóðrétt. Hljóðaaðferðin er miklu
heppilegri hjálparaðferð við orð eins
og: svo, úr því, livað og hverjir, lield-
ur en ganga, leiti, lögum, nefnd og
vigta.
Gamla stöfunaraðferðin uppfyllir
að minni hyggju fleiri kröfur til
heppilegrar lestraraðferðar en margar
aðrar, t. d. má benda á í sambandi
hana, að börnin greina fyrr bókstafi
en hljóð, þegar um lestrarnám er að
ræða. Foreldrar munu flestir kannast
við stöfunaraðferðina og geta þess
vegna aðstoðað börn sín við lestrar-
námið. Stöfunaraðferðin er að miklu
gagni hvað réttritun snertir, og loks
má geta þess, að hún er sambland úr
hljóða- og orðmyndaaðferð, þannig að
tvær meginstefnur í lestrarkennslu
sameinast í raun og veru í henni.
Sé um lestrarörðugleika að ræða,
verður, ef vel á að fara. að beita fleiri
hjálparaðferðum, og mun ég benda
á nokkur þeina síðar. Rétt er að geta
þess nú þegar, að ef maður fær í bekk-
inn til sín barn, sem er mjög illa á
vegi statt í lestri, er rétt að athuga,
hvaða lestraraðferð hefur verið beitt
til þess að kenna því, þar eð sutnar
lestraraðferðir eiga alls ekki við
ákveðin börn, en því mun ég gera
nánari skil síðar.
Ég vil mjög eindregið benda á, að
með því, sem ég hef sagt um lestrar-
nám, hef ég engan veginn leitt ykkur
í allan sannleika; það, sem hér hefur
verið sagt, er fremur til þess fallið að
vekja menn til umhugsunar um eina
af helztu námsgreinum skólans.
Við skulum nú snúa okkur að lestr-
arörðugleikum og athuga, í hverju
þeir geta verið fólgnir.
Til þess að vera viss um, að börnin
séu ekki léleg í lestri sökum greindar-
skorts, verðum við að prófa þau með
vitprófum og lestrarprófum og beta
svo saman greindar- og lestrar-vísitöl-
una. Ef greindar-vísitalan er mun
hærri en lestrar-vísitalan, er strax
ástæða til at athuga nánar, hverju það
muni sæta. Monroe nefnir í bók sinni