Heimili og skóli - 01.12.1954, Side 16
124
HEIMILI OG SKÓLI
SKÚLI ÞORSTEINSSON:
Byggðasafn
Ég var við skólasetninaru að Eiðum
nú í haust, eins og mörg undanfarin
ár. Skólinn er fullskipaður og varð að
neita mörgum umsækjendum um
skólavist. Það er því ljóst, að skólinn
nýtur trausts foreldra og annarra for-
ráðamanna unglinga. Margir gestir
voru við skólasetningu og f jöknennur
var nemendahópurinn og frjálslegur.
í snjallri skólasetningarræðu gat skóla-
stjóri þess, að næsta dag væri fyrir-
huguð námsför í Hallormsstað og
Skriðuklaustur. Mun slík námsför vera
orðin fastur liður í starfi F.iðaskóla.
Á Hallormsstað eiga nemendur að
búið að snúast gegn teiknisögunum
fyrir langa löngu. Hefur þegar verið
drepið á hér að framan, hvers vegna
þetta hefur ekki verið gert.
En ef til vill er þetta tengt öðrum
atriðum ennþá formbundnari. — Hér
stöndum við sem sé á umboðsstjórnar-
lega flóknum vettvangi, þar sem vegur
réttarframkvæmdanna liggur þvert yf-
ir leynistigi menningarinnar. Þar er
hvorki vettvangur menntamála- né
dómsmálaráðherrans, a. m. k. ekki
fyllilega, en að nokkru leyti sitt af
hvoru.
Svo er að sjá, sem enginn kæri sig
um að ráðast á þennan óskabita, m. a.
af ótta um að verða fyrir tortryggni og
grun um bæði skort á umburðarlyndi
og einnig valdafíkn, sem nær út fyrir
ótvíræðan einkavettvang. En sölu-
skýrslurnar sanna, að teiknisögurnar
Austurlands
skoða skóginn og kynnast því merka
þjóðnytjastarfi, sem þar er unnið. A
Eiðum er nú verið að rækta upp aftur
hinn forna Eiðaskóg. Þar fer fram
gróðursetning trjáplantna á hverju
vori og vinna nemendur það starf und-
ir leiðsögn kennara. Það er þarft verk
og fagurt að vekja trú skólaæskunnar
á gróðurmold landsins og skerpa til-
finningu hennar fyrir fegurð fóstur-
jarðarinnar. Þeir tímar munu koma,
að allir skólar taka þátt í því ,,að klæða
Iandið“.
Að Skriðuklaustri eiga nemendur að
skoða byggðasafn Austurlands. Það á
valda hreinu álagaæði hjá fjölda ung-
linga. Það er aðeins örðugt að hafa
eftirlit með hættunni. En sama má
segja um allt álagaæði almennt.
Samt verður að verjast og berjast
gegn öllu æði, og reynslu samkvæmt
vinnst mest á með því að veita öflugt
viðnám. Af minni hálfu hef ég svo að
segja leyft mér að tefla fram til hand-
töku þeim Skelfi skipstjóra og Ofur-
menninu (Superman) sem samnefnara
hinna hættulegu teiknisagna. Nú eru
þeir leiddir fram til stjórnarskrár-yfir-
heyrslu með yður í dómarasæti.
Ég fel vður þá til gæzlu sem hættu-
lega náunga almennu öryggi, a. m. k.
unz mál þeirra hefur verið rannsakað
nánar frá sálarheilbrigðislegu sjónar-
miði sérfræðinga.
Vagn Jensen.
(Helgi Valtýsson þýddi).