Heimili og skóli - 01.12.1954, Síða 24
132
HEIMILI OG SKÓLI
Getið góðra bóka
í fyrra sendi Valdemar V. Snævarr frá sér
námsbók í kristnum fræðum fyrir börn á
fermingaraldri. Sú bók vakti þegar athygli
og var strax tekin til notkunar, enda þótt
hún væri ekki út gefin í safni skólabóka rík-
isins. Bókin ber þess glögg merki, að vera
samin af æfðum kennara. Það er fljótséð, að
hún sameinar furðuvel það þrennt, að vera
aðgengileg fyrir nemandann, haganleg fyrir
kennarann og full af lifandi áhuga fyrir
kristinni trú og siðrænu uppeldi.
Við samningu bókar þessarar virðist höf-
undurinn einkum hafa haft í huga þá mörgu
ungu kennara, sem kinoka sér við að kenna
kristin fræði, ekki alltaf vegna þess, að þeir
vilji ekki gera það, heldur engu síður af því,
að þeir finna til vanmáttar síns við að ná
þeim tökum á efninu, að það verði i senn
aðlaðandi og árangursríkt. Fátt er vandasam-
ara fyrir ungan og óreyndan kennara heldur
en kristindómskennslan, enda von að svo sé.
Lifsreynsluna vantar, en hún er sú undir-
staða, sem bezt og nauðsynlegast er að byggja
á. Fæstir öðlast trúarsannfœringuna fyrr en
með aldri og mörgum árum, en vanti hana,
er erfitt að byggja starfið rétt upp.
Bókin Líf og játning er í þessu efni góður
stuðningur. Verkefnin eru lögð fyrir í æski-
legri röð, efninu skipt og raðað af þekkingu
og vandvirkni. Margt er gert til þess að vekja
athygli lesandans og stuðla að því að orð og
setningar festist í minni, svo sem leturbreyt-
ingar, undirstrikanir og innrammanir. Fjöl-
mörgum viðeigandi ljóðum og versum er skot-
ið inn í, einnig nokkrum myndum og teikn-
ingum. Er bókin því mjög sviplétt, hvar sem
á er litið.
Eg tel, að Vald. V. Snævarr eigi miklar
þakkir skilið fyrir þetta verk. Ríkisútgáfa
námsbóka ætti að kaupa útgáfuréttinn að
bókinni og leggja skólunum hana til með
öðrum námsbókum. Hún myndi prýða veru-
lega það mislita safn.
Enn er ótalinn verulegur kostur við þessa
kristindómsbók, en hann er sá, hve vel hún
samræmist starfrænum kennsluaðferðum.
Hún getur verið hjálparbók og handbók í
vinnubókarstarfi um kristin fræði, en svo sem
kunnugt er, velja margir þá leið, og gefst
sumum allvel. Þetta mun höfundurinn líka
hafa haft í huga, góðu heilli.
Nú hefur þessi maður sent frá sér aðra bók
um sama efni, og má segja, að hún sé alger
nýjung i íslenzkum bókmenntum. Hún er
einkum ætluð litlum börnum og mæðrum
þeirra, en þó þannig gerð, að hún mun þykja
mjög hentug sem byrjendabók í kristindóms-
fræðslu barnaskólanna. Ungir foreldrar, sem
eru að ala upp fyrstu börnin sín, svipast um
eftir umræðuefnum við þessa dásamlegu ný-
græðinga mannlífsins, fletta ekki til einskis
upp í bókinni Guð leiðir þig, en svo nefnir
Vald. V. Snævarr sína nýju, sérstæðu bók. í
henni mun margur hitta gamla kunningja,
frásagnir, vers og bænir, og mér fór a. m. k.
svo, að bókin brá upp fyrir mér svipmyndum
af nokkrum ljúfustu og yndislegustu ævi-
stundum mínum. Mér fannst ég vera kominn
undir sængina við hlið fóstru minnar elsku-
legu, þegar hún var að kenna mér. Slokknað
var á steinolíulampanum, en þó var ekki al-
dimmt. Norðurljós, tungl og stjörnur brugðu
ævintýraljóma á baðstofuþiljurnar. Himin-
tunglin urðu hentugt umtalsefni og heillandi
— já, himnarnir opnuðust hrifnæmri sál með
þeim hætti, að aldrei yfir fyrnist....
Og nú fletti ég lítilli, laglegri bók, óvenju-
legum bókmenntaviðburði á íslandi, og
heilsa á ný þessum æskuvinum mínum. Svo
mun mörgum fleirum fara. Kaupið þess vegna
bókina, gefið hana og notið hana.
Ég efa reyndar ekki, að sumum geti fundizt
eitt og annað öðruvísi hafa mátt betur fara f
báðum þessum bókum. Frá mínu sjónarmiði
er þó aðeins um svo fá og smá atriði að ræða,
að þau hverfa gersamlega í skuggann fyrir
kostum bókanna og ánægjunni yfir því, að
þær skuli vera til orðnar og komnar í okkar
hendur.
Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri