Heimili og skóli - 01.12.1954, Síða 26

Heimili og skóli - 01.12.1954, Síða 26
134 HEIMILI OG SKÓLI Fátt er ömurlegra en það, að hafa valið sér ævistarf, sem vefdur vonbrigðum, þegar út í það er komið. Þá er ekki alltaf svo auð- velt að snúa við, og er þá tvennt til, að velja sér annað starf, þótt búið sé þá að kasta miklum tíma og fjármunum á glæ, eða halda áfram að vera á rangri. hillu alla sína ævi. — Hvorugt er gott. Ef þessi litla bók gæti verið einhver leiðar- vísir ungu fólki, sem er að velja sér ævistarf, þá er vel farið. Hafi höfundur og útgefandi þökk fyrir hana. GAMAN OG ALVARA Jóhann litli hefur fengið sérstakan áhuga fyrir öllu því, sem varðar tvíbura. Hann á sem sé tvo frændur, sem eru tvíburar. Hann veit, að þeir eiga sama afmælisdag, en þegar hann heyrir það eitt sinn, að ann- ar þeirra sé lítið eitt eldri, er forvitni hans vakin. „Hvernig getur Jens verið eldri en Pét- ur, mamma?“ spyr hann. „Hann er fæddur einni klukkustund á undan hróður sínum,“ segir móðir hans. „En geta þá ekki tvíburar fæðst alveg á sama tíma, mamma?“ spyr Jóhann litli enn. Móður hans var ekkert um það gefið að koma nánar inn á þetta umræðuefni, og til þess að losna við frekari umræður, féllst hún á, að það gæti átt sér stað. En Jóhann heldur áfram að hugsa málið, og segir síð- an: „En ef kóngurinn og drottningin eiga nú’ tvíbura og báðir fæðast í einu, hvernig á þá að ákveða, hvor þeirra á að vera krón- prinsinn?“ Ragnhildur litla er á 5: árinu. Foreldrar hennar hafa sagt henni, að bráðum eigi hún von á því að eignast lítinn bróður eða litla systur, og nú getur hún ekki um ann- að hugsað en þennan merkilega atburð. Þetta ber einmitt upp á þann tíma, er faðir hennar átti að fá sumarleyfi og það hafði HEIMILI OG SKÓLI TÍMARIT UM UPPELDTSMÁL Útgefandi: Kennarafélag Eyjafjarðar. Ritið kemur út í 6 heftum á ári, minnst 24 síður hvert hefti, og kostar árgang- urinn kr. 20.00, er greiðist fyrir 1. júní. Útgáfustjórn: Snorri Sigfússon, námsstjóri, Páll Gunnarsson, kennari, Hannes J. Magnússon, skólastjóri. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Árni Björnsson, kennari, Þórunn- arstræti 103, Akureyri. Ritstjóri: Hannes J. Magnússon, skólastjóri. Páls Briems götu 20. Akureyri. Sími 1174. Prentverk Odds Björnssonar h.f. verið ráðgert að heimsækja frændfólk yfir á Fjóni. „Það er ekki vert að við förum neitt að þessu sinni,“ sagði faðirinn. Það væri ekki þægilegt ef litli anginn fæddist á ferjunni milli Slagelse og Korsör.“ Ragnhildur litla varð dálítið hugsandi út af þessu, en segir svo brosandi: „Það gerir ekkert til, pabbi. Þú hefur sjálfur sagt, að böm innan fjögra ára fái ókeypis far.“ Ása liggur í rúminu. Hún hefur verið lasin í nokkra daga, og læknirinn úrskurð- ar, að þetta séu mjög vægir mislingar. En Ásu líður vel í rúminu, og það er dekrað við hana, svo að hún unir sér hið bezta. Þegar mamma hennar að vanda ætlar að þvo henni tim kvöldið, segir Ása: „Nú verður þú að gæta þess, mamma, að þvo ekki mislingana af mér.“

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.