Heimili og skóli - 01.04.1955, Síða 6

Heimili og skóli - 01.04.1955, Síða 6
26 HEIMILI OG SKÓLI ekki þá, sem gengið hefur menntaveg- inn, eða hvort karlmaðurinn heillast af tilbeiðslukenndri framkomu fávita- stúlknanna, nema hvort tveggja komi til. I samanburði við normalt fólk giftast fávitar sjaldan og eiga færri börn, þ. e. a. s. fávitahópurinn sem heild eignast færri börn heldur en jalnmikill hundraðshluti normals fólks. Hins vegar vill við brenna, að ef tveir fávitar giftast og fá óáreitt af öllum að fjölga mannkyninu, geta þeir gengið afar vel fram í því, þar eð þeir hafa yfirleitt lítinn hemil á livötum sínum. Er ekki óalgengt að sömu fá- vitahjónin afhenda sama fávitahælinu 12—14 börn, sem eins stendur á fyrir. Þessi mikla viðkoma einstakra fávita- hjóna hefur villt einstaka mönnurn sýn þannig, að þeir hafa haldið, að hér væri beinn voði á ferðum fyrir mann- kynið, þannig, að fávitum myndi fjölga óhæfilega, en greint fólk smám saman deyja út. Þetta er þó, sem betur fer, fjarstæða. Fjöldi þeirra fávita, sem aldrei giftast né eignast börn, vegur upp á móti hinum, sem áberandi frjó- ir eru, enda væri mannkynið fyrir löngu orðin ein fávitahjörð, ef ekki hefði verið eittlivað, sem hélt jafnvægi í greindarhlutföllunum. Hins vegar eru margir fávitar eingöngu til byrði í þjóðfélögunum og hafa því sumar þjóðir tekið það ráð að gera fávita, sem hafa minna en 75 í greindarvísitölu, ófrjóa ef þeir yfirgefa hælin. Þótt geta vanvita sé lítil, ber ekki að líta á þá sem óþarfa menn í þjóðfélag- inu, þeir geta t. d. leyst af hendi mörg einföld verksmiðjustörf, sem vel greindur maður myndi ekki una við, en sem eigi að síður er nauðsynlegt að vinna. Er það einmitt ein af listum hins snjalla verkstjóra, sem ræður yfir mörgu fólki, að láta hvern mann liafa ’verkefni, sem honum hæfi, því að gáfumaðurinn er jafnilla settur með verkefni, sem ekki gerir neinar kröfur til hæfileika hans eins og vanvitinn, ef lionum er íalið flókið ábyrgðarstarf. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á atvinnu foreldra fávita, sýna, að allur fjöldi þeirra hefur ekki hlotið neina menntun né vinna störf sem til ábyrgðarstarfa geti talizt. T. d. voru foreldrar 400 fávita rannsakaðir í Hol- bergamti í Danmörku og skiptust þeir þannig: Opinberir starfsmenn 5, iðn- lærðir verkamenn 30, verkamenn 183, vinnumenn eða húsmenn á sveitabæj- um 105, sjómenn 18, verzlunarmenn og sölumenn 20, önnur störf 7 og ógiftar mæður, sem ekki gátu feðrað börn sín 32. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið annars staðar, hafa gefið mjög svipaða raun. Niðurstöður þess- ara rannsókna eru á engan hátt öðru- vísi en við hefði mátt búast, þegar þess er gætt,að flestir fávitar hafa tekið fávitaháttinn í arf; foreldranna er þá eðlilega að leita meðal þess fólks, sem vinnur allra einföldustu störf, því að allt annað er þeim ofviða. 320 af 400 foreldrum í Holbergamti voru annað hvort menn, sem unnu einföld verk- smiðjustörf, landbúnaðarstörf undir annarra stjórn eða voru mæður, sem ekki gátu feðrað börnin, en það eitt út af fyrir sig gefur talsverða bendingu um greind þeirra, en slíkar mæður eru oft ókunnandi um samband samfara og barneigna. Þá eru 20 af þessutn 400 sölumenn, en þeir eru mjög á faralds- fæti og koma víða við, má því gera ráð

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.