Heimili og skóli - 01.04.1955, Blaðsíða 13

Heimili og skóli - 01.04.1955, Blaðsíða 13
HF.IMILI OG SKÓLI 33 eða nemendurnir. Að þessu sinni voru það tveir drengir. Umræðuefnið átti að vera: Björgunarstarfið á Vestur- Jótlandi, en fyrri ræðumaðurinn fór þó út fyrir efnið, því að liann flutti er- indi um flaggskip Kólumbusar. Hann Iiafði smíðað mjög fullkomið líkan af skipinu, sem liann kom með í skólann og útskýrði alla byggingu þess. Að Pessu hafði hann unnið ailan veturinn heima hjá sér. Hjá kennaranum hafði hann ekki fengið neina fræðslu þar um, hvorki um Kólumbus né skip lians, en valið sér þetta efni sem auka- starf, en heimilda, bæði um Kólumbus og skipið, hafði hann sótt í bækur. Kennarirnn sat aftast í stofunni og skaut við og við fram spurningum, og stóð þá aldrei á svörum hjá fyrirlesar- anum. Þá sagði drengurinn frá ferðum Kólumbusar og skýrði þær með upp- drætti á töflunni. Meðan drengurinn flutti erindi sitt, var dauðakyrrð í stofunni og hinn ágætasti bragur, enda gerði þessi kenn- ari miklar kröfur til kyrrðar og næðis. Nemendur beindu einnig spurningum til fyrirlesarans og fengu greið svör. Þar var hvergi komið að tómum kof- unum. Hinn drengurinn, sem erindi flutti, hélt sig betur við efnið, og talaði um björgunarstarfið á Jótlandi. Hann kom með líkan af vélbát, sem hann liafði smíðað heima. Hann kom hon- um lyrir á kennaraborðinu og skýrði byggingu hans alla mjög nákvæmlega. Enn sem fyrr bárust spurningar, bæði frá kennara og nemendum, sem hann svaraði mjög greiðlega. Var auðheyrt, að drengurinn var þaulkunnugur þessu efni. í lok tímans var ég beðinn að segja eitthvað frá Islandi og gerði ég það. Daginn áður hafði verið þarna kenn- ari frá Tékkó-Slóvakíu, sem sagði börnunum frá sínu landi. Þarna var gott að tala. Að lokum var sunginn bekkjarsöngurinn. Á eftir átti ég langt tal við þennan kennara, sem var ný- kominn heim frá Bandaríkjunum, fleytifullur af áhuga og nýjum hug- myndum. Ég fékk einnig að sjá dag- bók þessa kennara, sem skólastjórinn lét sækja til skólasálfræðingsins. Það, sem fyrst og fremst er lögð áherzla á við þennan skóla, er að leit- ast við að hafa alla kennslu í eins nánu sambandi við hið daglega líf og unnt er. Og í stað lestrar og lexíunáms er starf. Það er reynt að láta börnin fifa þekkinguna og fræðsfuna í stað þess að nema hana af bókum. Takmörkin á milli landafræði, nátúrufræði og sögu eru nálega engin. Það er reynt að taka þetta allt sem eina heild, gera þetta að einni lifandi námsgrein. Við skulum t. d. taka fræðslu um sykurrófuna. Það er fylgst með vexti hennar frá byrjun. Auðvitað verður að nota þar bækur að einhverjn leyti. En þarna vinna svo börnin sjálf að því í stofunni að breyta rófunni í sykur, og hafa þau til þess einföld áhöld. Kennarinn sýndi mér sykurinn, sem börnin höfðu búið til. Þá má ennfremur nefna hörinn. Börnin fá hann eins og hann kemur af akrinum og vinna úr honum að öllu leyti þarna í kennslustofunni, allt þar til að stúlkurnar hafa ofið úr honum litla dúka í litlum vefstólum. Starfið verður að vera brú á milli skólans og

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.