Heimili og skóli - 01.04.1955, Blaðsíða 24
44
HEIMILI OG SKÓLI
öllum mönnum, án þess að við gerum
annars í þeinr nokkurt siðferðilegt
mat.
Gagnvart þessum livötum og eigind-
um hjá barninu megum við hvorki
vera lofendur né lastendur, heldur
samþykkjendur. En við megum aftur
ekki láta okkur á sama standa hvernig
barnið notar og þjálfar þessa eigin-
leika, þegar til þess kemur.
Ef við ættum að setja uppeldinu
eitthvert takmark, þá mætti kannski
orða það svo, að við ættum að kenna
barninu góðar venjur, sem ekki leiða
til neinna árekstra þess við umhverfi
sitt.
Með tilliti til hinna svonefndu
óvenja, verðum við í því sambandi að
muna, að við þeim verður að bregðast
á mismunandi hátt, eftir því á hvaða
aldri barnið er, auk þess verður að
taka tillit til umhverfis og ríkjandi
menningar.
Óvenjur verða oft til á þann liátt t.
d., að það, sem okkur finnst fara
tveggja ára barni vel og við dáumst þá
að, verður síðar dæmt hart. Raunar
má segja að naumast finnist sá óvani,
sem ekki teljist góð og gild latína ein-
hvers staðar, í einhverju menningar-
umhverfi. Þess vegna ber það oft við,
að það, sem einhver kallar óvenjur og
ósiði, er blátt áfram framkoma, er við-
komandi getur persónulega ekki sætt
sig við. Svona ólíkar geta verið skoðan-
ir á því, sem nefnt er ósiðir eða óvani.
En afstaða uppalandands til barnsins
verður að vera sú, að þessir mismun-
andi hættir í framkomu barnsins veki
hvorki hjá honum reiði né gremju.
Uppalanda, sem hyggst brjóta á bak
aftur allt það í fari barnsins, sem hon-
um geðjast ekki að, getur mistekist al-
varlega, og auk þess getur slíkt orðið
til þess að skapa aðrar óvenjur í fari
barnsins.
Það er hvorki mögulegt né æskilegt
fyrir uppalandann að fjarlægja alla
möguleika til árekstra. Aftur á að
venja barnið við, svo sem unnt er, að
bregðast réttilega við ýmsum árekstr-
um, sem hljóta að mæta því.
Það verður ekki hjá því komizt í
uppeldi að nota einhver boð og bönn,
en það er góð regla að segja, þegar eitt-
hvað er bannað: Þetta mátt þú ekki,
en þú mátt hins vegar gera þetta og
þetta, sem þá er nefnt. Þetta dregur úr
sársauka bannsins og sættir barnið við
það.
Uppalandinn verður að muna, að
sektarmeðvitundin er hættulegt vopn
í öllu uppeldi, og því minnugri, sem
við erum á okkar eigin, og annaiæa
fullorðinna, ávirðingar, því meiri
möguleiki er fyrir okkur að komast
lijá þeim í uppeldi barna okkar. Og
við verðum sem uppeldisfræðingar og*
uppalendur að hafa þessa raunsæu af-
stöðu til yfirsjóna barnanna.
Þegar við förum svo að greina á
milli uppeldis og kennslu, má kannski
orða það þannig, að uppeldið sé til-
einkun siðlegra verðmæta, en kennsl-
an sé aftur að verulegu leyti tileinkun
þekkingar á hinu ytra sviði.
Hitt er svo annað mál, að ketmslan
getur oft lraft sterk, siðleg áhrif á börn
og unglinga.
Uppeldisfræðingar og uppalendur
verða að muna, að afstaða barnanna til
námsins, hefur miklu hlutverki að
gegna í allri kennslu. Námsefni, sem
barninu fellur vel í geð og fullnægir