Heimili og skóli - 01.04.1955, Blaðsíða 22

Heimili og skóli - 01.04.1955, Blaðsíða 22
42 HEIMILI OG SKÓLI nemendur skolanna heimsækja ýmsar atvinnustöðvar síðasta misserið, sem þeir dvelja í skóla, og fá að dvelja þar nokkurn tíma og taka þátt í starfinu í Noregi eru eins konar framhalds- deildir við unglingaskólana, eins kon- ar vinnuskólar, en auk þess eru, þegar eftir lok 6. bekkjar, haldnir foreldra- fundir, þar sem sérfræðingar frá leið- beiningarskrifstofum um atvinnuval halda fyrirlestra. Þess hefur orðið vart þar eins og víðar, að kennarar almennt hafa ekki aðstöðu eða þekkingu til að veita þessar leiðbeiningar og þá eink- um vegna þess, að þeir hafa þar enga hagnýta reynzlu að byggja á. í Osló hefur verið reynt að koma upp nám- skeiðum fyrir kennara, sem hafa áhuga á þessum efnum með tilliti til þess, að þeir gætu orðið feiðbeinendur á þessu sviði í skólum sínum. En hér mun það koma fram sem víðar, að kennaraskólarnir búa kenn- araefnin ekki undir slík félagsles: verk- efni í skólunum. í Svíþjóð koma foreldrarnir og gamlir nemendur oft í skólana og segja frá störfum sínum og atvinnu. Það hefur jafnvel verið komið upp sérstökum skógarskólum, þar senr skógarhöggsmennirnir og matreiðslu- fólk þeirra borða með börnunum; sem lilusta á tal þeirra og kynnast á þann hátt lífi og störfum skógarhöggs- mannanna. Það gerist raunar ekki ýkja mikið með einni stuttri heimsókn, nema hún sé vel undirbúin, og ekki er heldur hægt að koma því við að heimsækja allar starfsgreinar. Það, sem kennari helzt getur kynnt sér og gefið bendingu um er, hvað barninu hentar ekki að leggja stund á. Að öðru leyti verður samféfagið að taka að sér frekari leiðbeininrar. o En á meðan þetta alft er í deigl- nnni, hvílir ábyrgðin fyrst og fremst á hverjum einstökum kennara. Við verðum að vona, að hann bregðist þar vel við. Kennarinn, sem þekkir börnin og á trúnað þeirra, hefur mikla mögu- leika til að geta komið þeim að liði og gefið þeim margar góðar leið- beiningar. Hann getur komið þessum leiðbeiningum að í ýmsum náms- greinum, með samtölum og með heim- sóknum á ýmsar vinnustöðvar o. s. frv. Samfélag nútímans er orðið svo flókið og torskilið þeim ungu, að hvorki unglingarnir né foreldrar þeirra hafa þar nokkra verulega yfir- sýn. Stöðuval unglinga er því oft mót- að af hreinum tilviljunum, og við það er spillt tíma og kröftum til tjóns fyrir einstakfing og þjóðfélag. Við stöndum því gegnt miklu við- fangsefni varðandi hina fjölmennu ár- ganga, sem kveðja skólann á hverju ári, og hefja leit að ævistaríi. í skólun- um er ekki rúm fyrir allan þennan fj ölda til framhaldsnáms, og fæstir geta orðið kennarar við skólann. Þetta erfiða viðfangsefni mun stór- um færast í aukana á næstu árum. Það. er því kominn tími til að gera ráðstaf- anir tif að mæta þessu erfiða og inerki- lega viðfangsefni á viðunandi hátt. (Unge pædagoger.) H. ./. M. pýddi.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.