Heimili og skóli - 01.04.1955, Blaðsíða 21

Heimili og skóli - 01.04.1955, Blaðsíða 21
HEIMILI OG SKÓLI 41 Hin félagslega ábyrgð kennarans. Eftir OVE GULDBERG. Kennarinn er, eins og aðrir sam- félagsborgarar, liður í keðju þjóð- félagsins. En hann gegnir þar að mörgu leyti mikilvægara hlutverki og liefur þar með meiri áhyrgð en flestir aðrir þjóðfélagsþegnar. Ekki sízt úti um sveitirnar hefur kennarinn miklu hlutverki að gegna sem menn- ingarleiðtogi, og í hæjunum er starf hans einnig mikilvægt og skapar hon- um sérstöðu með áhrifum þeim, sem hann hefur á hið félagslega og siðlega uppeldi barnanna. Skólinn og kennarinn liafa alveg sérstaka ábyrgð, þegar um jafn mikil- væga ákvörðun er að ræða og val hinna ungu á lífsstarfi. En þessa ábyrgð taka margir létt. Skólinn þyrfti að taka að sér atvinnuleiðbeiningar, eða leiðbeiningar um lífsstöðuval, til að auðvelda hinum ungu að velja rétt og komast á rétta hillu í lífinu. En lífsstöðuleiðbeiningar eiga ekki að- eins að vera fyrir hina ungu, sem eru að leita sér varanlegrar atvinnu. Þessi starfsemi er engu að síður fyrir sam- félagið allt. Þessar leiðbeiningar eiga einnig að miða að því að velja rétta menn í réttar stöður og koma þar á jafnvægi milli hinna ýmsu stétta og starfshópa. Hversu stoltir sem við kunnum að vera af okkar ágætu skipulagningu á sviði félagsmálanna, má þó viðleitnin til að tryggja og styrkja möskvana í hinu félagslega neti aldrei nema stað- ar. Okkur vantar enn þá ýmsar stofn- anir, sem eiga að vinna að félagsleg- um umbótum, en á meðan verðum við fyrst og fremst að treysta kennar- anum og hinum félagslega ráðgjafa og atvinnuleiðbeinanda þar sem hann er til. Þeir hafa mesta möguleika á að koma í veg fyrir hrunið. Allvíðtækar rannsóknir frá þessum aðiljum s.l. ár, og m. a. frá barna- verndarnefndum, sýna ljóslega, að möskvar þess nets, sem tryggja á fé- lagslegt öt'yggi, eru enn of stórir. Barnaverndarnefndirnar fá ekki að vita um vandræðabörnin og afbrigði- legu börnin fyrr en mörgum árum eftir að hin afbrigðilegu einkenni fóru að koma í ljós og þá er það oft orðið of seint að veita hjálpina. Leiðbeiningarstarfið um atvinnu- val stendur með annan fótinn í skól- anum, en hinn úti í sjálfu atvinnu- lífinu. í skólanum er hægt að gefa leiðbeiningar að öllum jafnaði, en hinar einstaklingslegu leiðbeiningar er aðeins hægt að fá í upplýsinga- skrifstofu atvinnuleiðbeinandans. Varðandi menntun iðnsveina væri það sennilega mikilvægt, að samvinna gæti tekist rnilli skóla, handverks- og iðnaðarstétta um endurbætur á menntun væntanlegra starfsmanna í stéttunum. Þessi vandamál er reynt að leysa á ýmsan hátt með öðrum þjóðum. í Sviss er þetta víða leyst þannig, að

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.