Heimili og skóli - 01.04.1955, Blaðsíða 16

Heimili og skóli - 01.04.1955, Blaðsíða 16
36 HEIMILI OG SKÓLI var skemmtilegasti veturinn, og þá lærði ég mest. Var það nú eingöngu kennaranum að þakka, að mér þótti skólavistin svo ánægjuleg? Ekki vil ég fullyrða það. En þá gat ég ekki hugsað mér að vera hjá öðrum kennara en F.inari og trúði því ákveðið, að liann væri öllum kenn- urum betri. Og enn er það svo, eftir að hafa fengið allmikla reynslu sem kenn- ari og kynnast mörgum kennurum, að ég tel hann í fremstu röð ltvað snertir kennarahæfileika. Hitt veit ég, að skólanám hans hefur ekki verið hent- ugur né nægur undirbúningur til kennslustarfs. En þá komu honum til hjálpar góðar gáfur, vilji og starfsþrek. Ekki var þó um auðugan garð að gresja hér á landi í þá daga fyrir þann, sem vildi á eigin spýtur afla sér þekk- ingar um uppeldismál. Og ekki höfðu kennarar þá rnikinn styrk hver af öðr- um með félagssamtökum. En Einar mun hafa notað sér vel það litla, senr um var að ræða í þessum efnum. Ég minnist þess, að ég bað hann eitt sinn að lána mér bók sr. Magnúsar Helgasonar, Uppeldismál. Jú, það var velkomið, en ekki mjög lengi, „því að ég hef hana alltaf með mér, þegar ég er að kenna, og lít oft í hana daglega.“ Hvað var það þá, sem gerði F.inar að úrvalskennara? Fvrst og fremst það, að hann vildi kenna. Starfið var hon- um bæði hugsjóna- og áhugamál. I öðru lagi góðar gáfur og mikið starfs- þrek. í þriðja lagi það, sem ef til vill hefur haft mest að segja, gott skap og ljúfmennska. En að skagerð manna liggja margir duldir þræðir og er á einskis manns færi að rekja þá. Skal það ekki heldur reynt hér um F.inar, kennara minn. En mér líður ekki úr minni, hve gott var að vera í návist hans og lúta stjórn hans, en það var hvorki harðstjórn né ofstjórn. Fleira mætti telja af því, sem gerði hann að góðum kennara, en það er að- eins ávöxtur eða afleiðing þess, sem þegar er nefnt. Hann var t. d. skemmtilega röskur í fasi og máli, virt- ist alltaf tala af áhuga. Viðmótið var jafnan glaðlegt, og oft'hló hann Itressi- lega í kennslustofunni. Það er stundum talað um andlausar yfirheyrslur kennara og þurra fræðslu. Get ég vel kannast við, að of mikið sé af því. En hvorugt þekkti ég í skólan- um hjá Einari Jónassyni. Stundum lék hann sér með okkur, en ekki of oft. Þess vegna voru þær stundir eftirsótt- ar. Hann fór einnig stundum skemmti- ferðir með börnin að sumrinu. Er mér minnisstæð ein slík ferð á Vindheima- jökul. Þá var ekki hikað við að klífa fjöll. Sennilega hefur F.inari ekki látið jafnvel að kenna allar námsgreinir. Mér finnst nú, að hann muni hafa ver- ið afburða reikningskennari, a. m. k. komust margir ótrúlega langt á þess- um stutta skólatíma, og sé þess þá einnig gætt, að hann þurfti jafnan (eins og flestir farkennarar) að hafa 4 —5 flokka samtímis í reikningskennsl- unni. Söguna kenndi hann þannig, að persónurnar urðu lifandi, og við tund- um ættjarðartilfinningu bærast okkur í brjósti. Eg man, að ég fékk áhuga á stílagerð, og svo var um fleiri. — Kennsla hans í kristnum fræðum er mér mjög minnisstæð. Aldrei datt okkur í hug að hrekkja kennarann okkar eða gera á hluta

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.