Heimili og skóli - 01.02.1956, Síða 13

Heimili og skóli - 01.02.1956, Síða 13
HEIMILI OG SKÓLI 7 Hiá skapandi starf. Skólinn í Emdrupborg í Kaupmannahöfn er forvitnileg stofnun. Þetta er tilraunaskóli, þar sem gerðar eru tilraunir með ýmsa nýja kennsluhætti og aðferðir. Við skólann stárfa margir vel menntaðir kennarar, fullir af á- huga, og auk þess skólasálfræðingar, sem vinna með kennurunum. Nú er komin út skýrsla um sex fyrstu starfsár skólans. Frú Anne Marie Nörvig, forstöðukona skólans, og tveir samstarfsmenn hennar, hafa tekið þetta rit saman, sem er um 300 blaðsíður að stærð og skiptist í níu höfuðkafla. Þarna kennir margra góðra grasa, og öll er bókin hin girnilegasta fyrir kennara og aðra áhuga- menn um uppeldis- og kennslumál. Skulu kennarar hvattir til þess að lesa þessa bók, því að þar er margt athyglisvert. Hér fer á eftir 5. kafli bókarinnar í lauslegri þýðingu eða endursögn. Er hann eftir forstöðukon- una, frú Anne Marie Nörvig. En bókin lieit- ir annars: Beretning om Emdrupborg skoles försle 6 aar. — Ritstjórinn. HLUTVERK HINS SKAPANDI STARFS í SKÓLANUM Aldrei hefur verið brýnni þörf fyrir uppalandann en nú að glæða hina skapandi hæfileika hjá þeirri kynslóð, sem við tekur af okkur, þar eð maður- inn hefur í svo ríkum mæli tekið tæknina í þjónustu sína, bæði við vinnu sína og einnig í tómstundum sínum. Já, í svo ríkum mæli, að stund- um verður tæknin húsbóndinn, en maður sjálfur þræll hennar. Tæknin er svo fyrirferðarmikil, að hún styður rökrétta hugsun, en hindr- ar einnig frjálst, skapandi starf og frumlega hugsun. Tæknin er í eðli sínu áhugasvið, sem ekki verður séð út yfir. En fari svo, að áhugi barnsins beinist eingöngu að tæknilegum efn- um, er í því fólgin sú hætta, að allt hið innsta, mannlegasta og göfugasta fái of litla vaxtarmöguleika, og þörfin fyrir listrænt, skapandi starf þurrkist út. Út frá þessu sjónarmiði er það mik- ilvægt skilyrði fyrir þroska hinna skapandi hæfileika, að barnæskan verði auðguð af margháttuðum og fjölbreyttum viðfangsefnum. Hér í Emdrupborg reynum við að ætla mikið rúm fyrir teikningu og málningu, alls konar mótun, leiklist- arstarfsemi, stílagerð og tónlist, og miklu meira en tíðkast í venjulegum opinberum skólum. Við lröfum líka notið þeirrar ánægju að fá að sjá þessi viðfangsefni ná tirkum á börnunum og kalla fram ýmislegt það bezta, sem með þeim býr. Það lítur svo út, sem gleðin, er barnið nýtur við að fá að taka þátt í þessum áhugamálum, knýti það með sérstökum hætti fast við skóla sinn. Oft og mörgurn sinnum verðum við þess t. d. vör, hvernig hin einföldu og óbrotnu skemmtiatriði, sem litlu börnin æfa fyrir foreldrafundi og aðr- ar samkomur, fyfla Img þeirra bæði fyrir og eftir þessar samkomur. Hið skapandi starf er með vissum hætti eins konar mál, tjáningarform, sem barnið fórnar nokkru af sínum innstu verðmætum, og verður einnig til þess að gjöra samband þess við félagana, kennarann og skólann hlýrra og inni- legra. Hið svonefnda skapandi starf er ekki

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.