Heimili og skóli - 01.02.1956, Blaðsíða 18

Heimili og skóli - 01.02.1956, Blaðsíða 18
12 HEIMILI OG SKÓLI Hann á að láta það koma fram, að hann taki eftir því, hvort starfið er nnnið af vandvirkni eða hroðvirkni, og að hann fylgist af jafn miklum á- huga með starfi þeirra, sem lítið geta, og hinna, sem leikur allt í hendi. En hér skiptir það meira máli en í öðrum skólagreinum, að það er bezt að telja orðin, sem töluð eru, bezt að fá börn- in sjálf til að meta störf sín réttilega. Þá dóma má svo milda eða herða eftir atvikum. Það þarf að fylgja hinu skapandi starfi að búa yfir sjálfstæðri gagnrýni á sín eigin verk, án þess að glata ánægj- unni yfir því, sem unnið hefur verið. Hlutverk kennarans er þá einnig að geta viðurkennt það, sem vel er gert í teikningu, stíl eðá mótaðri mynd og fleiru, um leið 05 liann lokar ekki aug;- unum fyrir göllunum. Jafnvel þótt kennarinn hafi ekki um það mörg orð, mun þessi afstaða hans þó hafa þau áhrif á bekkinn, að krafan um vand- virkni vex smátt og smátt innan frá, án þess að hafa lamandi áhrif á hið skapandi starf. HÆFNI KENNARANS Allmargir kennarar skólans töldu sig í fyrstu ekki færa um að leggja inn á braut hins skapandi starfs, vegna þess að þeir töldu sig hvorki kunna að teikna né móta. Og nú kemur spurn- ingin: Þurfa kennararnir að vera sér- menntaðir í þessum greinum til að geta veitt slíku starfi forstöðu í bekkj- um sínum? Reynslan sýnir, að einnig í þeim bekkjum, þar sem þessu var ekki til að dreifa, getur hið skapandi starf þrifist mæta vel, — ef kennarinn skilur þau verðmæti, sem það býr yfir og ber sig saman við kennara, er hafa meiri reynslu. En hafi kennarinn ekki trú á þessu starfi og þyki ekki vænt um það, þá er öðru máli að gegna. Það er greinilegur munur á þroska bekkjanna með tilliti til ltins skapandi starfs, munur, sem aðeins er hægt að skilja með því að kynna sér, hvernig kennarinn, sem börnin meta mest lít- ur á þetta starf. Ef honum virðist það aðeins vera tímasóun að fást við það, verður þar lítið um framfarir og þroska. En skilji hann hins vegar mik- ilvægi þessara vinnubragða án þess þó kunna verulega til starfsins, næst alltaf nokkur árangur. En mestur árangur næst þó, ef kennarinn sjálfur býr yfir skapandi hæfileikum á þessu sviði og hefur af því ánægju að leiðbeina í þeim efnum. — Þar sem kennari og nemendur vinna hlið við hlið í skóla- stofunni, uppskera báðir hina ríkuleg- ustu ávexti. Hið skapandi starf liefur meiri og dýpri, mótandi áhrif á skapgerðina en flestar aðrar námsgreinar skólans. Upp af því getur vaxið varanlegur áhugi, sem aftur vinnur á móti hinum lam- andi áhrifum véltækninnar á andlegan þroska næstu kynslóða. Bibltan. Amerískur menntamaður, William Lyon Phelps, hefur sagt: „Eg tel það ákaflega mikils virði, bæði fyrir karla og konur, að stunda háskólanám, en þó álít ég ómennt- aðan mann betur farinn, ef hann hefur kynnt sér biblíuna vel heldur en háskóla- borgara, sem aldrei lítur í biblíuna."

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.