Heimili og skóli - 01.02.1956, Blaðsíða 15

Heimili og skóli - 01.02.1956, Blaðsíða 15
HEIMILI OG SKÓLI 9 í fyrsta og öðrum bekk voru sand- kassarnir mikið notaðir. Leir, sandur, pappír og pappi og annað verðlítið efni var notað í bæi og þorp, hafnar- mannvirki, landslag o. fl. F.ldri bekkirnir notuðu einnig þessi efni til þess að gera hugmyndir sínar að veruleika á ýmsum sviðum. I einni kennslustofunni gat að líta heilan bóndabæ, sem byggður hafði verið eft- ir nákvæmum mælingum og var ná- kvæm eftirlíking af gömlum, dönsk- um bóndabæ. Efnið var pappi, leir og eldspýtnakassar. I öðrum bekk mátti sjá gamla ridd- araborg frá miðöldum, með skotaug- um, vindubrú og meira að segja renn- um, þar sem hinu brædda blýi var hellt yfir óvinina. Þá má sjá þarna eftirlíkingar af mannabústöðum frá steinöld, negrakofa o. m. fl. En í sambandi við þetta skapandi starf í skólastofunni vakna nokkrar spurningar: 1. Hve mikinn tíma er unnt að taka til þessara starfa? 2. Hvernig er starf þetta skipulagt svo, að agi og regla í bekknum fari ekki út um þúfur, heldur sé byggður á traustum grundvelli? 3. Hvernig er hægt að fá allt það efni, sem nota þarf við slík vinnu- brögð? 4. Hvernig er hægt að varðveita unna og hálfunna muni, sem börnin cru að búa til? 5. Hvernig á að fara að því að rækta með börnunum hina innri þörf fyrir vandvirkni, án þess að láta þá kröfu koma að utan? TÍMINN Það er alls ekki svo auðvelt að finna meðalveginn á milli þess tíma, sem varið er til hinna frjálsu, skapandi starfa og hins, er miðlun almennrar þekkingar krefst. Sitt hvað má þó segja um það frá almennu sjónarmiði. Við höfum reynslu af því, að þetta skap- andi starf verkar mjög örvandi á allt skólastarfið, svo að segja má, að það njóti allt góðs af því. En á liinn bóg- inn er óhætt að segja það, að flestir kennarar í Emdrupborg hafa gengið með eins konar sektartilfinningu, ann- að hvort fyrir þá sök, að þeim virðist, að þeir hafi varið of miklum tíma til liinna frjálsu starfa, eða þá blátt áfram vegna þess, að þeim þykir sem þeir hafi vanrækt aðrar námsgreinar til þess að sýna góðan árangur á þessu sviði. Annars er tæplega hægt að ákveða nokkurn vissan tíma hverju sinni til þessara frjálsu starfa. Það er því erfitt að tengja þau við hinar bundnu náms- greinar, sem standa alltaf á sínum stað á stundaskránni. Það verður að koma því þannig fyrir, að þegar eitthvert verkeíni hrífur börnin, fái þau að vinna að því. Sama máli gegnir, þegar börnin eru að undirbúa dagskrá fyrir einhverjar skólahátíðir. Næstu dagana fyrir hlýtur sá undirbúningur að verða að einhverju leyti á kostnað annarra verkefna. EFNIÐ Allir bekkir geta veitt sér liti, pensla og leir, og liver bekkur getur með lít- illi fyrirhöfn aflað sér verðlítilla efna, sem á að vera fyrirliggjandi í stofunni.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.