Heimili og skóli - 01.02.1956, Síða 7

Heimili og skóli - 01.02.1956, Síða 7
Heimili og skóli TÍMARIT UM UPPELDISMÁL 15. árgangur Janúar—Febrúar 1956 1. hefti - Mikilvægasta Iilutverkiá. - Nýtt ár er enn einu sinni runnið upp með nýjum vonum og nýjum fyr- irætlunum. Einhver ætlar kannski að byggja sér nýtt liús. Það er ekki ómerkilegur viðburður. Annar ætlar að kaupa sér ný húsgögn í stofuna, ef vel gengur með atvinnuna. Sá þriðji lrefur hugsað sér að stofna fyrirtæki, sem líkur eru til að gefi góðan arð. Við þetta eru margar vonir bundnar. Sá fjórði hefur ákveðið að sækja um nýja stcjðu, sem hann veit að muni losna. Hún er vel launuð. Þetta getur markað tímamót í ævi hans. Sá fjórði ætlar að skrifa bók, sem hann vonar að muni færa lionum bæði frægð og fé. Sá fimmti ætlar að bjóða sig fram til þings, ef kosningar verða í sumar. Það verður einn af stærstu viðburðun- um í lífi hans. Hann býst við að verða mikill áhril'arnaður á þingi. fá, heimurinn er alveg barmafullur af fyrirætlunum, stórum og smáum, draumum um frægð og frama, vonum um velsæld, auð og mannforráð. Síð- astliðið ár var mörgum gott, og það gerir menn bjartsýna. Það er bezt að gera út fleiri og stærri báta næsta ár. Og allir eru önnum kafnir. En ef svo ólíklega skyldi fara, að við gæfum okkur tíma til að nema staðar andartak og spyrja okkur sjálfa: Hvert af hlutverkum mínum, störfum mín- um og embættum (því að sumir hafa mörg embætti) er nú mikilvægast? Það er hætt við, að þarna yrðu nokkur áhöld um. En nú skal ég segja þér, les- andi rninn, hvert er mikilvægasta hlut- verk þitt, ekki aðeins næsta ár, heldur mikilvægasta hlutverk ævi þinnar. Ef þú átt börn, þá er það uppeldi barns- ins þíns eða barnanna þinna. Þar er þér trúað fyrir mestu. Ef þú rækir ekki það starf vel, gerir það eng- inn. Þar getur enginn komið í staðinn fyrir þig. Er þér þetta ljóst? Metur þú þetta hlutverk um fram öll önnur hlut- verk þín? Sýnir þú í þessu hlutverki hina sömu ábyrgðartilfinningu og í þeim hlutverkum, sem þú vilt leysa bezt af hendi? Lætur þú þetta hlutverk sitja í fyrirrúmi fyrir öðrum, þegar frá eru talin þau borgaralegu skyldustörf, sem þú verður að sinna? Þetta eru allt miklar samvizkuspurn- ingar, en við komumst ekki hjá því að svara þeim, og því fyrr því betra. Þetta er mál, sem ungu hjónin eiga að ræða, er þau hafa eignast sitt fyrsta bam. Annars svarar lífið þeim seinna, og þá kannski stundum á óþægilegan hátt. En svarið kemur þá oft of seint.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.