Heimili og skóli - 01.02.1956, Síða 14
8
HEIMILI OG SKÓLI
allt frumlegt. Eftirlíkingar og um-
breytingar skipa þar stórt rúm. Það,
sem úrslitum ræður um gildi hins
skapandi starfs, er ekki frumleikinn,
heldur hitt, hvort viðfangsefnið svarar
til þess þroskastigs, sem barnið stend-
ur á. Verk barnsins verður að skoðast
í samhengi við lífsreynslu þess. Þar er
um innra samhengi að ræða, sem vísar
barninu veginn við starfið. Hið skap-
andi starf er ekki hægt að knýja fram,
en það má örva það eða lama, eftir at-
vikum. Að glæða hina skapandi hæfi-
leika er sama og að uppörva. Það má
hvetja bekkinn til að nota tækifærin,
sem þar er að finna til skapandi starfs,
án þess að gera kröfu um ákveðinn ár-
angur. Við greinum hér á milli þeirra
námsgreina, sem gera ákveðnar kröfur
til vissrar leikni, svo sem hæfileikar
og geta leyfa, og svo aftur hinna, er
gefa svigrúm fyrir hina frjóu og skap-
andi hæfileika, þar sem mjög er erfitt
að meta árangurinn, og þar sem það
getur orðið þroskanum fjötur um fót
að veita starfinu í farvegi ákveðinnar
skyldu.
Árangur a£ hinu skapandi starfi
barnanna er háður ýmsum ytri og
innri ástæðum, og er þetta helzt: 1)
Lagni barnsins, 2) Efnið, er það hefur
til að vinna með, 3) Áhrifin, sem það
verður fyrir, bæði heima og í skólan-
um, 4) Hve miklum tíma það má
fórna til hinnar skapandi vinnu.
Sumt af þessu getur barnið ekki haft
nein áhrif á. Við getum því ekki með
nokkurri sanngirni borið afköst þess
saman við afköst annarra barna, sem
hafa hagstæðari skilyrði. Þegar barnið
óskar eftir að við dæmum um vinnu-
brögð þess, verðum við að kynna okk-
ur samhengið milli þeirra og hins, er
það hefur áður leyst af liendi. Við
verðum þá að gera okkur ljóst, hvort
við finnum vaxandi viðleitni hjá barn-
inu til að gera betur en áður, gera
meira úr því efni, sem það hefur til
umráða.
Allir skólar hafa á stundaskrá sinni
teiknun, frjálst starf, stilagerð, fim-
leika og söng, sem, þegar bezt lætur,
gefur tækifæri til að nota form og liti,
hreyfingar, orð og tóna sem tjáningar-
form. En í venjulegum skólum er allt
þetta notað mjög kerfisbundið og
tæknibundið, svo að þar verður lítið
svigrúm fyrir ímyndunarafl barnsins
og hina ríku þörf þess til að leggja
inn á nýjar brautir.
Hlutverk okkar hér í Emdrup er að
tengja hið skapandi starf við daglega
kennslu, að sumu leyti við áðurnefnd-
ar námsgreinar, en að nokkru leyti við
almennar lesaæeinar, svo osj í sambandi
við samkomur barnanna hér í skólan-
um. Við fundum í fyrstu mjög til þess,
að okkur skorti reynslu á þessu sviði.
Margir fundu til þess, að þá skorti alla
sérmenntun til að leggja inn á þessa
nýju braut, en þetta lagaðist þó smátt
og smátt. Kennararnir leituðu ráða
hjá reyndari stéttarbræðrum og mynd-
uðu námsflokka til að lesa sér til og
ræða þessi nýju viðhorf. En það er bezt
að segja eins og er, að árangur varð í
fyrstu mjög fátæklegur og frumstæður.
Það leið þó ekki á löngu, þar til kenn-
arar og nemendur liöfðu aflað sér svo
mikillar reynslu og þjálfunar í þessum
nýju vinnubrögðum, að allt fór hér að
ganga betur. Verkefnin, sem börnin
skiluðu, urðu smátt og smátt fallegri
og betri.