Heimili og skóli - 01.02.1956, Qupperneq 30
24
HEIMILI OG SKÓLI
ætlað þetta til skemmtunar, og efa ég ekki,
að þeim tilgangi hefur verið náð. Þá er held-
ur ekki að efa að höfuðtilganginum, sem
vera mun fjármálalegs eðlis, hefur einnig
verið náð.
Sumt af þessu er meira og minna ógeðs-
legur samsetningur, í æsandi reyfarastíl. Hef-
ur þessi tegund myndasagna verið fordæmd
harðlega. Annars er mairgt af þessu mein-
laust og sumt af góðum toga spunnið. En öll
þessi útgáfa miðar þó að því að venja börn
og unglinga af því að lesa venjulegar bækur
eins og venjulegt fólk. Þetta niðursoðna rusl,
sem lítið þarf fyrir að hafa, venur börn á
andlega feti, svo að þau hætta að lesa venju-
legt lesmál. Þetta er sameiginlegt með öllu
þessu niðursoðna dóti. Já, lióglífisstefna nú-
tímans kemur víða við.
Fallegar myndir gefa öllum bókum gildi,
en þær geta aldrei komið í staðinn fyrir mál-
ið sjálft, og þegar bækurnar verða lítið ann-
að en myndir, þá eru þær ekki lengur það,
sem þær eiga að vera.
Vikuritin, mánaðarritin, barnablöðin,
jafnvel dagblöðin eru farin að dekra við let-
ina með því að birta þessar myndasögur, og
þá einkum fyrir börn og unglinga. Og flestar
eru þær nauðaómerkifegar, þótt þær séu
kannski ekki saknæmar. Og jafnvel góðar sög-
ur verða ómerkilegar með þessari meðferð.
Það er farið að ganga of langt í því að auð-
velda mönnum alla hluti. Af áreynslunni
vaxa menn, en of mikið hóglífi er óvinur
allrar menningar.
H. J. M.
Nýr námsstjóri.
Menntamálaráðuneytið hefur nýlega aug-
lýst laust nýtt námsstjóraembætti fyrir barna-
og unglingaskóla.
Er svo til ætlazt, að námsstjóri þessi hafi á
hendi námsstjórn í tónlistarfræðslu skólanna.
Auk almennrar kennaramenntunar er óskað
eftir að umsækjandi hafi sérmenntun í skóla-
söng og tónlistarfræðum.
HEIMILI OG SKÓLI
TÍMARIT UM UPPELDISMÁL
Útgefandi: Kennarafélag Eyjafjarðar.
Ritið kemur út í 6 heftum á ári, minnst
24 síður hvert hefti, og kostar árgang-
urinn kr. 25.00, er gréiðist fyrir 1. júní.
Útgáfustjórn:
Hannes J. Magnússon, skólastjóri.
Eiríkur Sigurðsson, yfirkennari.
Páll Gunnarsson,[ kennari.
Afgreiðslu- og innheimtumaður:
Árni Bjömsson, kennari, Þórunn-
arstræti 103, Akureyri.
Ritstjóri:
Hannes J. Magnússon, skólastjóri.
Pósthólf 183. — Akureyri.
Sími 1174.
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Fyrir unga kennara:
1. Kennari á að vera vingjarnlegur.
2. Kennari á að vera fágaður og frjálsmann-
legur í framkomu.
3. Kennari á að vera einbeittur en þó hlýr.
4. Ivennari á að vera glaðlegur í framkomu.
5. Kennari á að vera réttlátur.
6. Kennari á að vera snyrtilegur.
7. Kennari á að tala skýrt og fallegt mál.
8. Kennari þarf að vera reglusamur.
9. Kennari þárf að reyna að skilja nemend-
ur sína.
10. Kennari þarf að vera vel að sér og lesa
mikið af góðum bókum.
11. Kennari má ekki tala óeðlilega hátt.
12. Kennari má ekki vera skapstirður.
13. Kennari má aldrei reiðast í návist nem-
enda sinna.
14. Kennari verður að vera stjórnsamur.
15. Kennari á að vera fyrirmynd nemenda
sinna í öllu.
Allt hið sama mætti raunar segja um for-
eldra og aðra uppalendur.
I