Heimili og skóli - 01.10.1956, Qupperneq 4
90
HEIMILI OG SKÓLI
vaxandi, þá spáir það ekki neinu góðu
um framtíðina. iÞað spáir verri og
óvandaðri mönnum. Það spáir ófar-
sælla lífi ykkar og okkar allra.
Minnist þess ,að allar reglur^ bæði í
beimili, skóla og á almanna færi eru
settar ykkur og okkur öllum til ein-
hvers gagns og öryggis. Og ég vil
minna ykkur á, að þótt ekkert standi
um þetta á stundaskrá ykkar, er samt
gott tækifæri fyrir ykkur hér í skólan-
um til að venja ykkur við að hlýða
lögum og reglum. í skólanum gefst
ykkur gott tækifæri til að læra þá list
að bera virðingu fyrir öðrum og rétti
hans. Enda má segja, að þetta takist
yfirleitt vel.
2.
Mér kemur í hug sönn saga af
Ameríkumanni einum, sem gaf syni
sínum ungum kort af heiminum. Það
var allt í smábútum, sem setja mátti
saman, en það var nokkur vandi. Mað-
urinn sagði við son sinn: „Ég skal gefa
þér 5 dollara, ef þú getur sett þetta
kort rétt saman.“
Þegar pilturinn fór að athuga þetta
verkefni nánar, tók hann eftir því, að
aftan á spjöldunum var stór mynd af
manni, sem auðvitað var einnig í smá-
bútum. Nú tók hann það ráð að raða
saman hinum einstöku hlutum af
mannsandlitinu. Gekk honum það
tiltölulega auðveldlega. Og eftir litla
stund var komin stór mynd af manni.
Þegar hann sneri myndinni svo við,
var þar hárrétt mynd af heiminum,
sem hann færði föður sínum.
„Hvernig fórstu að þessu?” spurði
faðir hans undrandi.
„Jú, sjáðu til,“ sagði pilturinn.
„Þetta var ekki svo mikill vandi. Þeg-
ar ég setti manninn rétt saman, kom
allt hitt af sjálfu sér.“
Þetta er nú eins konar dæmisaga, en
hún sýnir okkur, hvernig við eigum
að fara að því að mynda fullkominn
og góðan heirn. Og aðferðin er þá sú
að byrja á manninum, byrja á okkur
sjálfum — strax í dag og á morgun og
alla daga. Skólinn vill hjálpa ykkur til
þess, að verða góðir menn. Foreldrar
ykkar vilja af alhug hjálpa ykkur til
þess. En þið verðið alltaf að leggja
mikið fram sjálf, og meðal annars það
að virða holl ráð og hlýða hollum ráð-
um.
Við skulum gera ráð fyrir því, að
þið eigið öll góða foreldra eða fóstur-
foreldra. Við skulum einnig gera ráð
fyrir því, að þið hafið öll góða kenn-
ara, en samt vantar ykkur mikið ef þið
eigið ekki eitthvað enn þá æðra og
betra til að treysta á og bera lotningu
íyrir, eitthvað, sem þið megið alltaf
treysta þegar þið eruð horfin frá for-
eldrum og kennurum.
Ég kynntist ofurlítið norskum
presti úti í Danmörk í sumar. Hann
var fangelsisprestur í Osló. Hann
sagði okkur frá pilti, sem var mjög
erfiður. Hann var alltaf eitthvað að
brjóta af sér og var sendur frá einu
barna- og unglingahælinu á annað.
Loks lenti hann í fangelsinu. Og nú
var presturinn fenginn til að tala við
hann. Hann reyndi að sannfæra hann
um, að það væri honum fyrir verstu
að halda slíku lífi áfram. Hann reyndi
að benda lionum á, að hann yrði for-
eldrum sínum til hryggðar og öllum,
sem vildu honum vel.
„Foreldrum mínum,“ segir piltur-