Heimili og skóli - 01.10.1956, Síða 12
98
HEIMILI OG SKÓLI
reglusemi og iðni. Á hverjum föstu-
degi áttu börnin, eitt úr hverjum
flokki að dæma um verðlaunin. Voru
svo verðlaunaspjöldin útfyllt og fest
upp. Meðan ég var þarna ,lét hann
börnin dæma um ein verðlaun. Þau
, fóru út fyrir' hurðina og komu að
vörmu spori inn aftur og höfðu þá
komið sér saman um þetta. Mér fannst
þetta athyglisverð aðferð til að halda
uppi aga, og þetta var úrvalskennari.
Þá hitti ég æfingakennara, Thorleif
Öisang, í Osló. Hann er ritstjóri
skólaritsins Osló-skólinn. Hann lætur
börnin vinna í flokkum að vinnubóka-
gerð í landafærði. Fyrst fer hann
munnlega með þeim gegnum efnið.
Svo notar hann mánuð eingöngu til
vinnubókagerðar og hefur til umráða
3 stundir 2 daga í viku. Notar hann
bæði sögu- og náttúrufræðitímana til
þess þennan mánuð. Einn nemandi frá
kennaraskólanum fylgist með í hverj-
um flokki, en þeir eru 7 alls og 4 börn
í hverjum. Byrjað var á því að safna
efni með því að fá upplýsingarit úr
sendiráðunum og auglýsingabæklinga
úr ferðaskrifstofunum. Árangurinn
var ágætur, fjölbreyttar og góðar
vinnubækur, og þekking barnanna
mikil í þessari grein. Þau vissu t. d.
óvenjulega mikið um ísland. Þessi
kennari kenndi með samtölum og
frjálsum vinnubrögðum.
Merkileg bók.
Meðan ég dvaldi í Osló, keypti ég
bók um vinnuskóla, sem kom út 1955.
Hún heitir „Frá sandkasSe til grupp-
arbeid* og er eftir hjónin Sonju og
Thorolf Vangerud, en þau eru bæði
æfingakennarar. Þessi bók er ekki að-
eins hugleiðingar um þessi efni. En í
henni eru 90 verkefiji, og er sýnt
hvernig ihægt er að kenna frá 1-7 bekk
með vinnuskólaaðferð. Og öll þau
verkefni, sem eru í bókinni, eru reynd
af þeim hjónum í kennslu þeirra. Er
bókin ætluð kennurum í barnaskólum
og nemendum í kennaraskólum. Hún
hefur fengið mjög góða dóma bæði í
norskum, dönskum og sænskum blöð-
um.
Þegar ég ihafði eignazt þessa bók, fór
ég og hitti Vangerud og hlustaði á
kennslu hjá honum. Hann sýndi mér
mikið af vinnubókum og annarri
bekkjarvinnu. Svo var ég heima hjá
honum eitt kvöld. En ég var svo
óheppinn, að Sonja, kona hans, var á
ferðalagi með bekk sinn, en mér var
sagt, að hún væri ekki síður snjöll en
hann.
Gamalt og nýtt.
Og hvað sagði svo Vangerud? Hann
sagði, að 'hann væri að reyna að sam-
eina gamalt og nýtt í kennslu sinni.
Gallinn hjá nýskólamönnunum í
Gautaborg, sagði hann, hefði verið sá,
að þeir gerðu aðferðir sínar ekki nógu
einfaldar, því kæmu engir í fótspor
þeirra. Þeirra aðferðir byggðust á því,
að kennarinn væri úrvalsmaður, eins
og þeir voru. Svo blönduðu jreir náms-
greinum of mikið saman, svo að reikn-
ingur og móðurmál urðu stundum út-
undan í kennslunni.
Kennsla mín, sagði hann, er sam-
bland af gömlu og nýju. Hann kenndi
lesgreinar með samtölum, vinnubók-
um og flokkavinnu. En ekki mætti hið