Heimili og skóli - 01.10.1956, Side 13

Heimili og skóli - 01.10.1956, Side 13
HEIMILI OG SKÓLI 99 frjálsa starf barnanna með nokkru móti ganga út yfir grundvallarkennslu í reikningi og móðurmáli. Hann lætur stundir í reikninsji 02; móðurmáli halda sér. Biblíusögur kennir hann með samtölum. Þó tekur hann stund- um teiknitíma og skriftartíma í þjón- ustu flokkavinnunnar. Ég hef aldrei séð neina bók eins auðuga af verkefnum og þessa bók þeirra Vangérudshjónanna. Það er því skiljanlegt, að henni sé vel tek- ið af kennarastéttinni, að minnsta kosti öllum þeim, sem vilja einhverjar nýjungar í kennslunni. Það er einnig sérstakt fyrir hana að ná yfir bæði yngri og eldri deildir skólans. Hér er átthagafræðin útfærð á mjög skemmti- legan hátt. Mér skildist, að Vangerud hefði að- eins eina lesgrein í einu, 02; í flokka- vinnu grípa þær mjög hver inn í aðra. Annan norskan kennara 'hitti ég, sem sagðist hafa í mörg ár kennt landa- fræði, náttúrufræði og sögu sína tvo mánuði hverja námsgrein, en aldrei nema eina í einu. Virtist sér það gefa betri raun, en að vera rneð allar þessar námsgreinir í einu. Tel ég það þess virði, að það sé athugað. Þá er hægt að einbeita áhuga barnsins að einu verk- efni. Vinnuskóli. — Fræðsluskóli. Hér fara á eftir nokkrar smágiein- ar úr bók Vangerudshjónanna í laus- legri þýðingu: „Þegar námsskráin var samin, var gengið út frá, að kennararnir mundu smátt og smátt beita nýjum aðferðum í kennslunni. Skóli okkar hefur að mestu verið fræðsluskóli, en nú átti hann að verða vinnuskóli. Nú gerist það ekki á einum degi, að gömlum skóla sé breytt í nýjan. Til þess þarf undirbúning. Okkur vantar enn hús- næði, kennslutæki, góðar hjálparbæk- ur o. fl., en við verðum að gera það bezta úr því, sem til er. Við skulum að eins slá því föstu að vinnugleði og athafnir eiga að vera einkunnarorð okkar. Vinnuskóli, ekki yfirheyrslur, er kjörorðið. Hvað er þá vinnuskóli? Við skulum í eitt skipti fyrir öll slá því föstu, að vinnuskóli er það ekki, að börnin fái að gera allt, sem þau vilja sjálf. Það er aðeins skóli, þar sem börnin fá fræðslu á annan hátt en áður. Fræðsluna á ekki að afhenda börnunum í dagleg- um, matreiddum réttum, en efni fræðslunnar á að safna saman, og börnin eiga að vinna úr því, undir handleiðslu kennarans. Nýi skólinn er ekki einveidi. Þar er skipulagogábyrgð í nýjum formum. Sú þekking, sem börnin fá á þennan hátt, verður miklu verðmætari, af því að þau hafa fundið hana sjálf og hún orðið hluti af þeirra eigin reynslu. Þau verða miklu víð- sýnni en áður, þegar þau gengu eftir hinum beina végi, án þess að líta neitt til hliðar. Beini vegurinn er að vísu stytzta leiðin milli tveggja staða, en ekki alltaf sá heppilegasti. ------Fræðslan er ekki eina tak- mark skólans, og ekki það dýrmætasta. 'Uppeldið á að vera aðaltakmark hans. Hvert er viðhorf vinnuskólans í því efni? Þetta er mjög mikilvægt atriði. Það er ekki aðeins spurt um verkefni og livernig þan eru unnin, heldur einnig: Er nokkur þörf fyrir þessi

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.