Heimili og skóli - 01.10.1956, Side 14

Heimili og skóli - 01.10.1956, Side 14
100 HEIMILI OG SKÓLI verkefni? Hvaða vinningur er við þessi nýju vinnubrögð, ekki aðeins frá sjónarmiði fræðslunnar, heldur einnig siðferðilega og mannlega séð? Hér skulurn við staðnæmast við nokkur aðalatriði. Allt frá því í 1. bekk læra börnin með hinum nýju vinnubrögðum að hjálpa hvert öðru. Þau læra að taka tillit tilannarra.Góð- ur bekkjarandi er grundvöllur undir heilbrigðri afstöðu til þjóðfélagsins. Félagsandi, umburðarlyndi og sam- ábyrgð eru eiginleikar, sem geta iærzt og eiga að lærast í skólanum. Ef börn- in ihafa safnað myndum eða öðru til sameiginlegra afnota, læra þau að láta þær af hendi vegna hópsins. Þegar tvö, þrjú eða fleiri börn eiga að vinna saman, verður stundum dálítið ósam- komulag í fyrstu, en undir stjórn góðs kennara, hverfur það fljótt. Áhugi barnsins fyrir verkefninu verður aðalatriðið. Ósamlyndið hverf- ur, samræmi og félagsandi vex. Þá er aginn ekki neitt vandamál lengur. Þá er annað mikilvægt atriði: Við vitum öll, að börnin í skólanum eru mjög misjöfn að gáfum. Höfum við ekki tekið eftir, að með gömlu, ein- hliða bekkjarkennslunni, hafa gáfna- litlu börnin oft orðið að líða? Á hverj- um degi, já, næstum í hverjum tíma, biðu þau ósigur. En í vinnuflokki er rúm fyrir alls konar börn. Sá, sem ekki er duglegur að semja, skrifar eða teiknar vel og það kemur að fullum notum. Annar raðar myndunum eða mótar í leir. Hér geta allir gert gagn, og unnið að góðum, sameiginlegum árangri.“ Ég læt þessi sýnishorn nægja til að sýna viðhorf Vangeruds til viðfangs- efna skólans, en skal aðeins bæta því við, sem hann sagði við mig í einka- samtali, að hann hefði kennt með vinnuskólaaðferðinni í 25 ár, og það hvarflaði aldrei að sér, að byrja á venjulegri bekkjarkennslu aftur. Vinnuskólaaðferðin sé að vísu erfiðari en miklu skemmtilegri, og thann hafi náð betri árangri í prófum í málum og reikningi en áður. Nú 'hafði hann 5. bekk. Hann sýndi mér m. a. mjög skemmtilegt verkefni um Osló, sem börnin voru búin með og áttu að sendast til vinabæjar Oslóar. Að lokum eitt áður en ég skil við þessa bók Vangerudshjónanna. Ég hef í engri útlendri kennslubók séð eins mikið um ísland og í þessari bók. Þar eru mörg verkefni um ísland, bæði söguleg og landfræðileg. Þau hafa gert hlut okkar meiri en venja er í skólabókum á Norðurlöndum. Ég sleppi hér að ræða um blaðalest- ur í skólum, en um það fjallar einn kafli bókarinnar. Er það skemmtileg nýjung að nota dagblöðin í þágu skól- ans. Um lestrarkennslu. Aðra nýja bók um kennslufræðileg efni eignaðist ég í ferðinni. Hún er um lestrar- og skriftarkennslu eftir Oline Sukkestad, kennslukonu á Hamri. Bókin kom út í fyrra. Hún virðist vönduð að allri gerð. Ég var í kennslustund hjá Ólínu og virtist mér hún afbragðs kennari. Hér verður ekki neitt endursagt úr bókinni, en aðeins reynt að lýsa þeirri lestrarað- ferð, sem hún hallast helzt að. Við lestrarnám er hljóðaðferðin

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.