Heimili og skóli - 01.10.1956, Side 15
HEIMILI OG SKÓLI
101
lang algengust í Noregi. En höfundur
þessarar bókar aðhyllist aðferð, er hún
kallar heildaraðferðina (heldesme-
toden), það er að segja eins konar sam-
bland af hljóðaðferð og orðaaðferð.
Er þýzkur kennari, Artur Kern, mikill
talsmaður íhennar. Byrjað er á mynd-
um, sem barnið þekkir og orð tengd
myndunum. Þegar barnið hefur svo
lært dálítið af þessum orðum, eru þau
liðuð sundur og þá kennd hljóðin. Þá
er prent lært jafnframt og stutt með
því að lestrarnáminu. Jafnframt lestr-
arnáminu er skipulegt nám í átthaga-
fræði. í síðari hluta bókarinnar er
skýrt frá verkefnum og aðferðum frá
viku til viku fyrsta árið. Fyrir jól á
barnið að kunna nokkuð af orðum,
hljóðin öll og geta lesið þriggja stafa
orð. Viðfangsefni fyrstu vikumar í
áttahagafræði eru barnið, skólinn,
heimilið, haustið, veturinn, jólafastan
og jólin. í byrjun notar hún sérstök
lestrarspjöld er hún hefur búið til. —
Oline Sukkestad hefur oft kennt á
kennaranámskeiðum, en er nú æfing-
arkennari við kennaraskólann á
Hamri.
Niðurlag.
Að lokum vil ég svo draga saman
ofurlítið áf því, sem hér hefur verið
drepið á. Krafa tímans er meira starf
barna í sambandi við námið. Vinnu-
skólaaðferðin kemur á móts við þess-
ar kröfur. Þó má aldrei missa sjónar á
því, að allt bóknám byggist á því, að
nemandinn lesi sjálfur vel um náms-
efnið. Og kennsla í aðalnámsgreinum
skólans, móðurmáli, reikningi og
skrift, verður alltaf að byggjast á æf-
ingu og þjálfun.
En ég hygg, að lesgreinar geti verið
eins konar salt í daglegu starfi skól-
anna, ef hægt er að lofa börnunum að
vinna þar sem mest sjálfstætt. En hér
rekum við okkur á marga agnúa í því
efni. Okkar skólar eru bundnir í próf-
viðjar, sem ekki þekkjast á hinum
Norðurlöndunum. Ég álít að þekking-
arpróf í lesgreinum eigi að hverfa úr
barnaskólunum, þótt einhver próf séu
í móðurmáli, reikningi og skrift. í
öðru lagi vantar okkur hentugar hand-
bækur og lestrarstofur við skólana.
Hins vegar getum við kennt les-
greinar í námskeiðum og aðeins tekið
eina eða tvær fyrir í einu. Skipt þeim
tíma milli munnlegrar kennslu og
bekkjavinnu, og með því móti lofað
börnunum að vinna eitthvað sjálf-
stætt, helzt í flokkum. Flokkavinna
hefur margs konar gildi eins og áður
hefur verið bent á.
Þegar ég lít nú til baka yfir ferð
mína um Noreg, hefur hún sennilega
haft mest gildi fyrir mig á þann hátb
að hún ihefur ihaft lífgandi og örfandi
áhrif, og aukið áhugann á því st.arfi,
sem við kennarar vinnum. En það eru
mikilvægustu áhrif allra ferðalaga. Þá
er mér einnig ógleymanlegt ýmislegt,
sem ég kynntist úr norsku þjóðlífi,
ekki sízt ungmennafélaganna og
áhuga þeirra fyrir norrænum menn-
ingararfi og íslandi. Ferðin opnaði
einnig augu mín fyrir ýmsu, þar sem
við stöndum að baki ihinum Norður-
landaþjóðunum. En í skólamálum má
margt af þeim læra. Og engin Norður-
landaþjóðin mun taka íslendingum
eins vel og Norðmenn, enda munu
þeir hafa mestan áhuga fyrir íslandi.