Heimili og skóli - 01.10.1956, Blaðsíða 16
102
HEIMILI OG SKÓLI
SIGURÐUR MAGNUSSON:
Oáinssl
(Niðurlag.)
FerðalöéÍTL
»
Ég var að hugsa um það, eins og getur
hér að framan, að greina frá verkefni í a.
m. k. einu landfræðinámsskeiði efstu
bekkjanna, og hér hef ég einnig þrautirn-
ar, sem stúdentaefnin eru nú að leysa, en
þótt hvort tveggja sé mjög fróðlegt, þá er
það þó of einhæft til þess að eiga hér
heima. Hins vegar mun ég geyma það til
sönnunar þeirri fullyrðingu, að mjög mik-
ils er krafizt af nemöndunum, og stillt svo
til, að sá, sem nennir eða getur ekki hugs-
að sjálfstætt, spásséri héðan með annað
höfuðfat en stúdentshúfuna.
Skipulagsbundin ferðalög eru gildur og
skemmtilegur þáttur í uppeldiskerfi þessa
skóla. Til þess er ætlazt, að sá, sem út-
skrifast héðan eftir nokkurra ára dvöl,
geti komizt leiðar sinnar hjálparlaust og
hafi lært að leita þess, sem einkum má
verða til fróðleiks og unaðar á framandi
slóðum.
Hér fara kennarar jafnan í gönguferðir
um nágrennið með nemöndum sínum, því
að sá þykir leita langt yfir skammt, sem
ekki kann nokkur skil sinna heimahaga,
áður en hann tekur að kanna þær sveitir,
sem fjær liggja.
Einu sinni á ári fer hver bekkur í lang-
ferð mikla. í tíu daga, oftast um hvíta-
sunnuleytið, er allur skólinn á flakki. —
Löngu áður hefur ferðalagið verið undir-
búið, áætlanir gerðar, upplýsinga aflað um
það, sem einkum þarf að skoða, skildingar
í handraða. Allir axla sinn mal, einnig
yngstu börnin, en þau fara stutt, setjast að
úti í sveit og fara þaðan í stuttar göngu-
ferðir, kanna hinar ókunnu slóðir, eftir
því sem hin takmarkaða geta þeirra leyfir,
en strax og börnin eru orðin nógu stór til
ógaskóli
þess að fara í fyrsta eiginlega ferðalagið,
stíga þau á reiðhjólin og bruna niður dal-
inn .Það er mikill viðburður.
Skólastjórinn sagði mér nýlega frá sum-
arferð sinni í fyrra. Hann fór, ásamt einni
kennslukonu og aðstoðarstúlku úr eld-
húsi, v ferðalag með 26 börn úr níunda
bekk. Fyrst var ekið með lestinni til
Stuttgart, en þar var stigið á reiðhjólin.
Oft var dagleiðin 60—70 km. Hópurinn
komst alla leið til Svisslands, og skoðaði
sig þar um í nokkra daga. Gist var í bæki-
stöðvum farfuglahreyfingarinnar, stund-
um bjargazt við skrínukost, en oftast
borðað í ódýrum matsöluhúsum. Heim var
svo haldið að 10 dögum liðnum.
Flakkið í Frakklandi.
Vitanlega er hópunum dreift, svo að all-
ir hafi ekki sömu sögu að segja, eftir að
aftur er komið heim, en þá er vitanlega
tekið til við að spjalla um það, sem fyrir
hefur borið. Eftir nokkra daga er hlegið
að smávægilegum óhöppum, sem orðið
hafa, harðsperrurnar hverfa, og eftir verð-
ur endurminningin um það eitt, sem gott
og gaman er að mega muna, og þegar
maður er orðinn gamall, verður indælt að
finna bók frá Oðinsskógaskóla með landa-
bréfi, teikningum og minnisatriðum frá
unaðslegri hópferð, sem farin var endur
fyrir löngu með gamla kennaranum og
bekk j arsy stkinunum.
Svo eru það Frakklandsferðirnar hans
Jouhys. Hann er Fransmaðurinn í kenn-
arahópnum, og það var hann, sem tók upp
á því fyrir nokkrum árum að flakka til
Frakklands með þá 12—14 nemendur í
efstu bekkjunum; sem hafa frönsku að að-
algrein. Hópurinn var í Frakklandi í mán-
aðartíma, síðasta hálfa mánuð sumarléyf-