Heimili og skóli - 01.10.1956, Blaðsíða 17
HEIMILI OG SKÓLI
103
I bókasafninu.
isins og fyrstu tvær vikurnar af skóla-
dögimum í septembermánuSi.
í fyrra var hann með krakkana niðri í
Rhonedal. Þar hefur félagsskapur nokkur,
sem einkennir sig með bókstöfunum F. I.
C. E., bækistöðvar, en Jouhy er einn af
forystumönnum samtakanna. Markmiðið
er að greiða fyrir gagnkvæmum kynnum
æskufólks frá ýmsum löndum. Fram til
hádegis dag hvern hélt Jouhy uppi
kennslu, aðallega í frönsku og sögu, en
eftir hádegið dreifði hann nemöndunum.
Einn fékk að vinna í lyfjabúð, annar í
verzlun, þriðji á sveitabæ, fjórði í járn-
smiðju o. s. frv. Vitanlega fengu þeir ekk-
ert kaup, en þeir kynntust lífi fólksins,
lærðu að tala mál þess. Það var ungling-
unum ómetanlegt, og allir kunna þeir að
segja frá gestrisni og góðleik Frakkanna,
sem þótti gaman að fá þessa ungu Þjóð-
verja í heimsókn og hlæja að hinni bjög-
uðu og skringilegu frönsku þeirra.
Verður farið til íslarxds?
í ráði er að skipuleggja svipaða hópferð
til Englands fyrir þá, sém hafa ensku að
sérgrein til stúdentsprófs.
Kurt langar til þess að koma hið fyrsta
aftur til íslands með fjölskyldu sína, sjá
fornar slóðir, heilsa upp á gamla vini. Ég
held, að hann ætli jafnvel vestur á firði
með Hallgrími Jónassyni til þess að vita,
hvort góðhestur einn þar sé búinn að
gleyma frönskunni, sem hann lærði af
vörum einnar yngismeyjar hérna um árið,
og vitanlega fer hann líka vestur á Mýrar
til þess að hressa upp á sumarbústaðinn
sinn. En þó að það sé gaman að vera frjáls,
þá væri skemmtilegra að geta komið með
hóp nokkurra nemenda. Hann á það til að
segja svo furðulegar og fallegar sögur af
þessu undarlega eylandi úti við pól, að á
hverju ári koma margir og segja:
„Herra Zier! Haldið þér að það væri
mögulegt fyrir okkur að komast til ís-
lands að sumri?“
Enn sem komið er, hefur hann svarað
þessu neitandi. Það er of dýrt .Þegar við
höfum talað um þetta, erum við svo bjart-
sýnir að trúa því, að dvölin á íslandi þyrfti
ekki að verða mjög dýr, en hvernig á að
koma 10 unglingum fram og aftur yfir
hafið, án þess að kostnaðurinn við það
verði þeim óbærilegur? Það vitum við
ekki. En gaman væri það, ef 10 ungmenni