Heimili og skóli - 01.10.1956, Page 19

Heimili og skóli - 01.10.1956, Page 19
HEIMILI OG SK.ÓLI 105 Þrír karlar á karneval: Sig- urður, Kurt, Wolfgang. spegill, Sá ímyndunarveiki Moliéres, Ma- dame Butterfly, Vitinn úr Háa-Þór, svo að dæmi séu nefnd. Er menn höfðu varið tíma til að svipast um og geta sér þess til, hverjir byggju að baki þeim gervum, sem torkennilegust þóttu, hófst dans. Lék hljómsveit nemenda fyrir honum. Fluttir voru þrír skemmtiþættir. í hin- um fyrsta var greint frá baráttu Odysseifs við tröllin eineygu. Var þar lítt farið að fyrirlagi Hómers, leiksviðið flutt til Leip- zig og saxnesk mállýzka töluð, en hún þykir fagurkerum í þessum landshluta viðurstyggilegust þýzkra tungutaka. Þá var sýnd „þögul mynd“ um hina ást- sjúku Elviru og hennar hryggilegu örlög. Var það látbragðaleikur þögull, en leikið xmdir á slaghörpu ,svo sem tíðkaðist á fyrstu árum þöglu kvikmyndanna. Síðan kom uppsuða mikil úr Hamlet og Faust. Höfðu nokkrir gert sér það til gam- ans, að tína saman sína setninguna úr hvoru leikritanna, og varð þessi nýsmíð hin sprenghlægilegasta. Svo dönsuðum við unz dagur rann. Þannig héldum við miðsvetrarhátíð hér í Oðinsskógi. Daglegt líf. Hér byrjar virkur dagur með því, að fjölskyldufeður vekja börn sín klukkan hjálf sjö á morgnana, og er fyrstu kennslustund lokið klukkan 8. Yngstu börnin vakna ekki svona snemma, enda eiga þau ekki að vera komin í skólann fyrr en klukkan 9. Um 8 leytið er framreiddur morgunverður. Að því búnu hefst ræsting herbergja. Kennt er svo samfleytt frá klukkan 9 þangað til klukkuna vantar 20 mínútur 1. Hádegisverður er snæddur klukkan 1. Að því þúnu hefst hvíldartími. Enginn má þá vera á flakki úti, nema leyft sé vegna góðviðris eða af öðrum sérstök- um ástæðum. Kyrrð er í öllum íbúðarhús- um, og nota menn þessa næðisstund til hvíldar eða lesturs. Eftir klukkan 3 hefj- ast störf á ný. Þá er unnin heimavinna, fundir haldnir, málað, teiknað eða mótað, keppt í íþróttum, unnið að útistörfum, æfingum á leikritum eða í tónlist, lesið og skrifað, í stuttu máli: skyldur vinnudags- ins ræktar. Klukkan hálf sjö borðum við kvöldverð. Að því búnu er oft eitthvað til skemmtunar eða fróðleiks, stundum hjá fjölskyldunni, sameiginlegar samkomur fyrir allan skólann sunnudags- og mið- vikudagskvöld, eins og fyrr er getið. Klukkan 10 er dagur kominn að kvöldi. Þá eiga allir að vera komnir til herbergja sinna, en þá býður fjölskyldufaðirinn góða nótt, og eftir það má enginn vera á ferli né hafa uppi hávaða. Á sunnudögum eru hér guðsþjónustur. Kaþólski presturinn kemur neðan úr dal,

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.