Heimili og skóli - 01.10.1956, Blaðsíða 21
HEIMILI OG SKÓLI
107
bannað. Það er t. d. ekki bannað með
neinni reglugerð að berja að dyrum, ef
spjaldið á herbergishurðinni utanverðri
gefur til kynna, að sá, sem inni er, vilji fá
að vera í næði, og það er meira að segja
mögulegt að fara inn, án þess að berja að
dyrum, því að hér er fátt herbergislykla,
en það hvarflar ekki að neinum að ónáða
þann, sem vill fá að vera í friði, og þess
vegna er spjaldið á hurðinni öruggara öll-
um lyklum. Þú getur líka verið viss um,
að enginn tekur skranið þitt, þó að her-
bergið þitt sé ólæst. Það væri allt of auð-
velt til þess að nokkur gæti haft gaman af
því, enda ekki tízka hér í Odenwald.
í grein, sem skólastjórinn skrifaði fyrir
nokkru, er að finna sögu, sem gefur mjög
góða hugmynd um þann anda, sem ríkir
hér í skólanum, og þess vegna verður hún
endursögð hér:
„— kærleikurirm umber allt“. —
„Ekki fyrir alllöngu ákvað kennarafund-
ur að víkja úr skólanum átján ára gömlum
pilti, er komið hafði til skólans úr stór-
borg. Hann hafði þegar tvívegis fengið
reynslutíma framlengdan. Pilturinn var
dæmi um stórborgarungling ,malbiksblóm,
og kom öllu skólakerfinu á ringulreið
með óskammfeilni sinni. En er ákvörðun
kennarafundar komst á allra vitorð, sóttu
nemendur efri deildar mig heim áhýggju-
fullir. Þeir álitu dóminn of harðan. Þeir
álitu einkum, að pilturinn yrði fyrir öllum
þunga- „hegningar11, er hann æ.tti ekki
ábyrgð að einn. Þeir, hópur félaga hans,
ættu honum jafnmikla sök, bæru jafn-
mikla ábyrgð á því, sem fram hafði farið,
þar sem þeim hafði ekki tekizt að hafa já-
kvæð áhrif á hann, svo sem andi skólans
mælti fyrir um. Enda var það rétt. Ég
hafði alltaf beðið þess, að eldri félagarnir
segðu drengnum alvarlega til syndanna,
en nú var það of seint. Ráðstefnan hafði
fellt úrskurð sinn. Þeir hefðu átt að hugsa
til þess fyrr. En ekki þögnuðu mótmæli
piltanna. Hvernig þá? Þeir höfðu ekki séð
verkefnið, sem beið þeirra, Þeir þrættu og
deildu: Þið fullorðna fólkið eruð alltaf að
tala um traust. Treystið okkur þá núna.
Við skulum bæta um drenginn. Áhrif og
vald kennaranna og ákvörðunar þeirra
stóð ósættanlega andspænis traustregl-
unni. Enginn meðalvegur var til.
En kennurunum til hróss má segja, að
þeir skildu aðstæðurnar. Þeir ómerktu
ákvörðun sína. Félagarnir fengu sinn
„Barrabas", og ég vil feginn bæta við, að
pilturinn, er þegar var dæmdur, er að ári
liðnu orðinn einn jákvæðasti einstaklingur
samfélagsins.
Traust fer fyrir valdi. Traust ber og
vekur nýja krafta. Þolinmæðin veitir þeim
færi að þroskast. Og alúð og kærleikur
valda hamskiptum.“
Mér þykir þetta fallega sagt. Og hún er
mjög einkennandi fyrir það andrúmsloft,
sem hér er að finna.
Við tölum stundum um eflingu lýð-
ræðis og baráttu gegn einræðisöflum, og
er ekki nema gott eitt um það að segja.
En hitt er lakara, að margir skilja það
ekki enn, að meiður lýðræðisins verður
hvorki hávaxinn né fagurlimaður, nema
sé öruggurlega rótfestur í skólunum. Ein-
faldasta leiðin til þess að skilja þessa stað-
reynd er að veita því athygli hvaða leiðir
þeir fara, sem vinna markvisst gegn lýð-
ræðinu. Hvar hefja þeir baráttuna? Og
hvernig er hún háð?
Tvær mannéerðir.
Þeir byrja auðvitað í skólunum. Þar er
ein skoðun fyrirskipuð, ein söguskoðun
rétt, ein viðurkennd bók í hverri grein,
aðrar brenndar, ef þær hafa verið ritaðar,
einn landsdrottinn. Þetta eru ákaflega
áferðarfallegir skólar. Börnin marséra litl-
um fótum, standa upp, setjast niður, eins
og þegar byssur eru axlaðar eða felldar,
prútta aldrei við kennarann, þegja þegar
þeim ber, janka þegar við á. Og ef stjórnin
er reglulega barngóð, eins og t. d. í Rúss-
landi, þá færir hún þau strax í einkennis-
föt í skólunum, en annars staðar voru