Heimili og skóli - 01.12.1956, Qupperneq 8
116
HEIMILI OG SKÓLl
— Ó, ég skil það svo vel, hann hefur
eflaust orðið ástfanginn af yður, óðar
og hann sá yður.
Hún roðnar enn meira, og spékopp-
arnir dýpka, en hún andmælir mér
ekki. Síðan heldur hún áfram: — Hann
var nú enn hrifnari af Noregi en áður,
er hann fór heim aftur að loknu sum-
arleyfi, og átti aðeins þá ósk eina að
geta komið aftur sem allra fyrst. Og
það gerði hann líka, segir hún, — þeg-
ar sama sumarið. Það var 1951, þá var,
ég orðin 20 ára, en hann 26.
— Og hvað svo? spyr ég með eftir-
væntingu.
— Jæja, svo trúlofuðum við okkur,
segir hún, og hann hóf þegar sömu
baráttuna og aðrir ungir menn, sem
ætla að kvænast. Hann þurfti að fá
vinnu, og við urðum að fá íbúð. í Ósló
var hvorki íbúð né herbergi að fá. En
hann var svo heppinn að fá vinnu í
verksmiðju hérna á Söndum, rétt við
Sandafjörð. Og þar fékk hann einnig
herbergi. Og sumarið 1952 vorum við
gefin saman í hinni gömlu, fögru
Sandakirkju, rétt utan við bæinn Sand-
fjörð. Liv er svo áköf að segja frá þessu,
að hún bendir á vegginn milli glugg-
anna: — Þarna hanga brúðkaupsmynd-
irnar okkar. Ég geng yfir að veggnum
og horfi á þessi gleðibjörtu og himin-
lifandi glöðu, ungu hón. Grannvaxin
brúðurin heldur brúðarblómvendi
hans fast að brjósti sér. Það eru glæsi-
legustu rósir sumarsins í fegurstu lit-
brigðum. Og brúðguminn, hár vexti
og dökkur á brún og brá, stendur við
hliðina á henni og horfir hrifinn á
brúði sína.
Margar blindar konur verða að lifa
einmana alla ævi, ógiftar og barnlaus-
ar. Aftur á móti er það alls ekki sjald-
gæft, að sjáandi konur giftist blindum
mönnum, — hins er sjaldan getið. En
Liv fékk nú sinn Roy, og ævintýri
þeirra hélt áfram. í stað eins herberg-
is fengu þau innan skamms lítið hús,
hvítt og ljómandi fallegt, í gömlum
trjágarði. Ég lít út um gluggann á hin
geysimiklu, tignarlegu, gömlu eikitré
og á kræklótt, sjálfsprottin epla- og
mórellberjatrén. Og frú Liv segir enn-
fremur, að óðar er vorar sé rétt fram-
undan dyrunum indælis grasflöt, þar
sem bömin geti velt sér, eins og þau
lystir. Og Liv lítur ástúðlega niður á
báða smásnáðana sína. Indæla, patt-
aralega snáða, sem hafa frískan hör-
undsblæ móður sinnar og dökkar,
drátthreinar brúnir. Sá eldri, Guy (frb.
gaj), sextán mánaða herramaður, horf-
ir á mig, ókunnu konuna, með greini-
legri tortryggni og þrýstir sér fast upp
að móður sinni. En öðruhvoru lítur
hann í laumi á Glen (frb. glenn) litla,
sem er aðeins fimm mánaða og situr
í skauti móður sinnar. Ég hef sjaldan
orðið fyrir jafnsterkum áhrifum, og
fátt fengið eins mikið á mig og að sjá
þessa blíðu, blindu konu með rósóttu
svuntuna og tvo velhirtu smádreng-
ina sína, sem hjúfra sig að henni. Þeir
eru algerlega háðir henni, sem sjálf
sér þó ekki neitt. Ef til vill eru engin
önnur börn jafn-nátengd móður sinni
og fá að vera jafnmikið hjá henni sem
einmitt þessir tveir drengir. Liv Cress-
ey heldur sig mest heima. Hún lifir
öllu sínu lífi á litla heimilinu hjá
manni sínum og börnum.
Guy hjúfrar sig ennþá fast að móð-
ur sinni, en lítur nú allt í einu upp
og brosir. Hann heyrir gauk-klukkuna