Heimili og skóli - 01.12.1956, Side 16

Heimili og skóli - 01.12.1956, Side 16
124 HEIMILI OG SKÓLI barni nema lesturinn sé ekki í samræmi við þroska barnsins að öðru leyti. Harald Torpe magister, forstjóri skóla- sálfræðiskrifstofunnar á Friðriksbergi gaf þessar upplýsingar í gagnmerku erindi, sem hann hélt á mótinu og hann gat þess um leið, að þar eð vitað væri, að drengir væru ekki eins bráðþroska og stúlkur mætti nokkuð ráða af því hvort fleiri drengir eða stúlkur ættu við mikla lestrarörðugleika að etja. Kom í ljós við athugun, sem gerð var á 2000 börnum á Friðriksbergi, sem öll höfðu átt við mikla lestrarörðugleika að etja, að 72% þeirra voru drengir en aðeins 28% stúlkur. Orðrétt sagði magister Torpe þetta: „Því er haldið fram að kenna megi öllum börnum að lesa nema þeim allra minnst gefnu. Geti þau ekki lært lestur þegar þau eru 7 ára geta þau það ef til vill þegar þau eru 8 ára, 9 eða jafnvel 10 ára. Mestu máli skiptir, að menn gefi sér tíma til þess að bíða eftir því að börnin hafi náð nægum þroska á þeim sviðum, sem varða lestur- inn. Þetta grundvallarsjónarmið þróunar eða þroskasjónarmiðið er alls staðar talinn kjarni málsins í þeim fagritum, sem ég hef. séð og um þetta mál fjalla. Þroski barnanna er mjög mismunandi á öllum sviðum. Þess vegna mega menn ekki gera það að tak- marki að öll börn verði læs í fyrsta og öðrum bekk af þeirri einföldu ástæðu að sumum þeirra er það um megn. Versta villa sem hægt er að gera í lestrarkennslu er að herða svo mikið á börnum, sem ekki hafa náð nægum þroska, að þau bíði einn ósig- urinn eftir annan og fái snuprur bæði heima og í skólanum. Þar með er óheillaþróun haf- in. Tilfinningar barnsins beinast gegn nám- inu og það dregur úr möguleikum þess við að læra að lesa. Þeir, sem fást við sér- kennslu vita, hversu erfitt er að beina slík- um börnum inn á heilbrigða þróunarbraut, en hún er byggð á léttu lestrarefni, árangri, hrósi, sjálfstrausti, örlítið örðugra náms- efni o. s. frv.“ Þetta er álit manns, sem árum saman hefur stundað sérkennslu sjálfur, unnið mörg ár sem skólasálfræðingur og skrifað merkt rit um greind og greindarmælingar. Enginn varð til þess að andmæla skoðun hans og magister Tordrup á þessum málum, enda munu þeir hafa einna mesta reynslu og þekkingu á þessu sviði af starfandi skóla- mönnum og sálfræðingum Norðurlanda. Það liggur í augum uppi, að aðstoð sú, sem börnum er veitt við lestrarnám, kostar talsvert fé, kemur þar bæði til að færri nemendur eru í þeim bekkjum, sem njóta sérkennslunnar og er því þörf á fleiri kenn- urum en ef allt væri látið reka á reiðan- um. I öðru lagi fer talsvert af tíma skóla- sálfræðinganna í að rannsaka þessi börn og í þriðja lagi þarf meira af hjálpartækjum við kennslu þessara barna en hinna, sem ekki þurfa á aukaaðstoð að halda. Það var því ekki nema eðlilegt að fjárveitingavaldið vildi vita hvaða árangur væri af allri þess- ari aðstoð. Arið 1951—-52 voru því athug- aðir 72 fullorðnir lestrarbekkjanemendur og voru þeir þá allir 21 árs. Það sem ráðu- neytið spurði um var þetta. Fer lestrar- bekkjabörnum raunverulega fram í að stafa og lesa? Fer þeim aftur í lestri og réttritun þegar þeir fara úr skóla? Geta fyrrverandi lestrarbekkjanemendur bjargað sér þegar út í atvinnulífið er komið? Við rannsóknina kom í ljós, að þessir nemendur stóðu ekki að baki foreldrum sínum eða öðrum forráðamönnum hvað af- komu varðaði. Helmingurinn hafði gengið á tækniskóla. Tekjur þeirra voru að meðal- tali 175 krónur á viku, en í því sambandi er skylt að benda á að kaup er hvað krónu-

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.