Heimili og skóli - 01.12.1956, Síða 20
128
HEIMILI OG SKÓLI
Þá kemur að því, sem verða skyldi
aðalatriðið í þessum 'hugleiðingum, en
það er matargerðin.
Allir hljóta að skilja, 'hve ákaflega
þýðingarmikið það er fyrir hina fjöl-
þættu lífsbaráttu, að einstaklingurinn
sé fær um að mat’búa fyrir sig og aðra
sjálfur, ef svo ber til, sem oft er, að
hinni hefðbundnu verkaskiptingu
kynjanna verði ekki við komið. Þetta
skeður þráfalt, ekki sízt í núverandi og
verðandi þjóðfélagi, þegar öll „heim-
ilishjálp' og „vinnukonustarfsemi“ til-
heyrir fortíðinni, ef svo mætti segja.
Með slíkum undirbúningi í æsku spar-
ast ekki einungis mikið af peningum
síðar, heldur og miklu fremur mikið
af óþægindum. Og einnig mætti
benda á það, að oft er heimilislíf,
hjónaband og gagnkvæmur skilningur
miklu betra, þar sem húsbóndinn get-
ur tekið til hendinni við heimilisstörf-
in, hvenær sem þörf þykir.
Sannleikurinn er sá, að vel greindir
og lagnir drengir geta lært að búa til
mat á ótrúlega stuttum tíma, ef skipu-
lega og vel er að farið. Og reynslan
'hefur sýnt, þar sem svo er unnið, að
drengir eru sízt verr 'hæfir né áhuga-
lausari en stúlkur við matargerð, þeg-
ar út í það er komið.
Fyrst er að kenna suðu á öllum al-
gengum mat :fiski, kjöti og grautum.
'Þá hvernig nota skuli mjólk, egg og
grænmeti, og er hið síðastnefnda mjög
mikils virði samkvæmt skilningi nú-
tímans á hollustugildi jarðargróða.
Svo þarf að læra að laga alls konar
hrærðan mat, og bezt að byrja á
pönnukökugerð, en með því lærist
óbeint gerð ýmiss konar ídýfu eða
sósutegunda.
Þá er að útbúa nesti og smurt
brauð, sem er karlmönnum sérstaklega
nauðsynlegt í öllum ferðalögum nú-
tímans.
Síðast mætti nefna kökubakstur, og
er þá einsætt að kenna einungis hið
algengasta, svo sem jólabrauð og
hveitibrauð, kleinur og lummur. En
það verður svo handhæg undirstaða,
ef lengra þykir þörf að halda.
Ekki þarf að minna á, hve sjálfsagt
er að drengir læri svo auðveldustu að-
ferðir við uppþvott eftir máltíðir, og
gangi þar að verki ekki síður en kven-
fólkið. Uppþvottur þykir leiðinlegt
starf, og er því vinsælt og vel þegið, að
sem flest heimilisfólk geti þar leyst
hvert annað af hólmi. Svipað mætti
segja um að venja drengi við að leggja
á borð og gera þeim þá um leið ljósa
og tama borðsiði og kurteisi við mál-
tíðir.
Gott er að venja drengi á það, að
gera reikning yfir máltíðir fyrir heim-
ilisfólkið eða vissan fjölda fólks. Þarf
þá að gjöra greinarmun á ihversdags-
máltíð og hátíðamat, og sýna fram á,
hvernig hinar ýmsu matartegundir
eru misjafnar að gæðum og verðmæti.
Þannig vaknar ósjálfrátt hugsun fyrir
sparnaði og forsjálni.
Það, sem stefna ber að í þessu starfs-
uppeldi drengja, mætti taka saman í
eftirfarand iatriðum:
1. Hirðing og umgengni í einkaher-
bergi og stofu. Glæddur smekkur fyrir
híbýltprýði og þokka innanhúss.
2. Smáviðgerðir, þvottur, pressun
og meðferð algengs fatnaðar. Vakinn
áhugi fyrir smekklegum og þokkaleg-
um klæðnaði og athygli á vönduðum
efnum til fata.