Heimili og skóli - 01.12.1956, Blaðsíða 22

Heimili og skóli - 01.12.1956, Blaðsíða 22
130 HEIMILI OG SKÓLI koma, drengirnir fengu af þeim ástæð- um að verja frímínútum sínum í kjall- aranum, þar sem hinn ungi aðstoðar- kennari átti að líta eftir þeim. Þarna voru drengirnir nokkurn veg- inn frjálsir og máttu leika sér, eftir vild, þó innan siðsamlegra takmarka. En þeir fóru brátt langt út fyrir þau og tóku nú að öskra og láta öllum ill- um látum til að ganga fram af aðstoð- arkennaranum og koma honum í vanda. Já, þeir öskruðu, geltu, mjálm- uðu og hvíuðu, svo að ungi maðurinn varð algjörlega ráðþrota, og hafði ekki neina stjórn á þessum villimönnum. Ég mætti skólastjóranum í stigan- um. Hann hristi höfuðið með vonleys- islegu brosi á vörunum og sagði: „Það er því miður ekkert við þessu að gera.“ Og þessum villimannlegu látum linnti ekki fyrr en bjallan kall- aði nemendur í tíma. Þessi ungi aðsto.ðarkennari varð brátt að vfirgefa starf sitt við skólann og annar kom í staðinn. Einhvern fyrsta daginn, sem hann kenndi við skólann, átti hann að kenna í einum af efstu drengjabekkjunum. Það er al- veg vonlaust að hægt sé að lýsa þessum tíma eins og hann fór fram. Ég kenndi í næstu stofu og roskin kennslukona kenndi í stofu við hina hliðina. Hún hafði telpnabekk. Drengirnir, sem aðstoðarkennar- inn átti nú að kenna, voru mjög upp- vöðslusamir í tímanum, og kennarinn reyndi árangurslaust að koma á kyrrð. Drengirnir kölluðu og öskruðu. Kenn- arinn barði í borðið og byrsti sig. Hann hafði auðvitað sterkan vönd, er hann lét dynja á drengjunum, en þeir öskruðu aðeins því meir. Þannig leið tíminn. í næstu frímínútum var kennarinn mjög þreyttur og æstur, og svitinn rann af honum. Til allrar óhamingju átti hann einnig að 'hafa næsta tíma í þessum sama bekk, og sömu stofu. En þá gafst kennslukonan upp, sem kenndi í næstu stofu. Hún gekk á fund skólastjórans og tilkynnti hon- um, að hér yrði að taka í taumana, annars neyddist hún til að 'hverfa frá skólanum, á meðan slíku færi fram. Ég man ekki frekar hvernig þessi dagur leið. En ungi kennarinn varð þegar að hverfa frá skólanum. Síðar komu aðrir aðstoðarkennarar, en það gekk til á sama hátt. Einn þess- ara manna gegndi síðar merkilegu hlutverki í skólaheiminum. Ég nefni það hér til að sýna fram á, að slíkt fá- dæma agaleysi þarf ekki alltaf að vera sök lélegra kennara. Þessi sömu ár starfaði ungur kenn- ari við skólann, góður vinur minn, Jörgen Madsen. Kennslustundirnar hjá honum fóru fram á annan hátt. Og það, sem ég ætla nú að segja frá, kemur kannski mörgum til að hrista höfuðið. Og þegar ég sagði frá því nokkrum árum síðar á kennarafundi, tók gamall Jóti fram í fyrir mér og sagði af ósvikinni sannfæringu: „Þetta er lygi.“ Ég varð svo undrandi, að ég vissi ekki í fyrstu, hvort ég ætti heldur að brosa eða reiðast, en valdi þó fyrri kostinn. En ég hygg þó,. að mér hafi ekki tekizt að fá hann til að breyta þarna um skoðun. En ég ætla nú einmitt að tala um þessa „lygi“.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.