Heimili og skóli - 01.12.1956, Qupperneq 23
HEIMILI OG SKÖLI
131
Vetrarmorgun einn bar svo við, að
herra Madsen svaf yfir sig, svo að hann
gat ekki náð til skólans kl. 8, en bað
kennslukonu, sem hann hitti og var á
leið til skólans, að segja skólastjóran-
um, að hann þyrfti ekki að gera neinar
ráðstafanir sín vegna, því að hann
kærni kl. 9.
Þegar Madsen kom í skólann kl. 9,
hitti hann skólastjórann á tröppunum.
Um leið og hann heilsaði Madsen
brosandi, sagði ihann:
,,Þér hefðuð sannarlega ekki þurft
að gera mér orð vegna bekkjarins, því
að hvorki ég né nokkur annar veitti
því athygli, að hann var kennaralaus.
Börnin hafa, algjörlega séð um sig
sjálf.“
Herra Madsen horfði í fyrstu dálítið
hissa á skólastjórann, en síðan fékk
hann skýringuna:
Þegar bekkurinn, sem var 36 dreng-
ir 10—11 ára, sá að kennarinn var ekki
mættur, oænsru drens:irnir hægjt 02
hljóðlega til stofu sinnar og settust í
sæti sín. Það stóð lestur á stunda-
skránni.
Einn af drengjunum settist nú upp
við kennaraborðið, sagði hinum
drengjunum hvar þeir ættu að byrja í
lestrarbókinni og lét þá síðan lesa, al-
veg eins og kennarinn var vanur að
gera. Enginn hreyfði mótmælum og
tímann leið án nokkurs hávaða eða
truflana. Og þegar hringt var úr tíma,
létu drengirnir aftur bækur sínar og
gengu skipulega út úr stofunni, eins
og þegar kennarinn var hjá þeim.
Og þegar hér var komið sögu minni,
var það sem Jótinn kallaði til mín og
sagði: „Þetta er lygi.“
Auðvitað var þetta ekki lygi. Ég
vissi, að ég gat treyst á herra Madsen.
Sagan vakti athygli meðal kennaranna
og nokkra undrun.
Ég gat raunar sagt margar fleiri sög-
ur svipaðar úr bekkjum herra Mad-
sens.
Ég talaði einu sinni við herra Mad-
sen um þetta: „Mig furðar á því, að
þú skulir geta skilið bekki þína þann-
ig eftir forsjárlausa, án þess að út af
beri,“ sagði ég. „Því að oftast vill það
fara svo, að þegar kötturinn er úti,
leika mýsnar sér á borðinu. Hvernig
fer þú að þessu?“
„Æ, ég geri ekki nokkurn skapaðan
hlut. Ég leik sannarlega ekki hlutverk
neins uppeldisfræðings, en er bara
blátt áfram venjulegur maður. En ég
lít líka á börnin og kem fram við þau
eins og venjulegt fólk. Ég get sagt þér
það, að ég geri aldrei upp á milli
barnanna og reyni alltaf að sýna þeim
réttlæti. Ég held að börnin skilji það.
Dag nokkurn sendi ég 8 ára snáða
heim til mín til að reka smáerindi. Þá
spurði ráðskonan:
„Geðjast þér vel að herra Madsen?“
„Já, mér líkar vel við hann.“
„Er hann ekki nokkuð strangur?
Getur það ekki komið fyrir, að hann
gefi ykkur löðrung?“
„Ju-ú. En það er þá alltaf vegna
þess, að við höfum átt hann skilið,"
sagði snáðinn.
Hann sagði þetta af sannfæringu,
og ég held að óhlutdrægni og réttlæti
sé ómissandi í starfi kennarans með
börnunum."
Mér hefur alltaf þótt sem ég stæði í
þakkarskuld við vin minn herra Mad-
sen.
K. J. Möller.