Heimili og skóli - 01.12.1956, Síða 25
HEIMILI OG SKÓLI
133
1. Ámi Guðmundsson við íþróttakennara-
skóla íslands.
2. Guðbrandur Magnússon við Gagnfræða-
skóla Siglufjarðar þetta skólaár, meðan
Jóhann Jóhannsson er í orlofi.
3. Ragnar Georgsson við nýjan gagnfræða-
skóla í Bústaðahverfi í Reykjavík.
4. Olafur H. Kristjánsson við Héraðsskól-
ann að Reykjum í Hrútafirði.
5. Olafur Þ. Kristjánsson, sem skipaður
hefur verið skólastjóri við Gagnfræða-
skólann í Flensborg, Hafnarfirði, í stað
Benedikts Tómassonar.
Nánara yfirlit um stöðuveitingar verður
hægt að gera síðar í mánuðinum. Væntan-
lega verður þá búið að setja menn í stöð-
ur þær, sem enn eru óveittar.
V. Ný reglugerð.
Hinn 13 .júlí s.l. var sett ný reglugerð
um rétt skóla til kennara í hlutfalli við
nemendafjölda. í sömu reglugerð er fyrir-
skipuð framkvæmd á því að fækka
kennslustundum fastra kennara við
barna-, gagnfræðastigs- og húsmæðra-
skóla þegar þeir verða 55 ára og svo aftur
við 60 ár. Áður var þetta heimild og mið-
uð við 60 og 65 ár. Þessi reglugerð hefur
það í för með sér, að ráða þarf í ár 15 nýja
kennara að barnaskólunum til viðbótar
við þá sem fyrir eru. Að gefnu tilefni skal
þess getið, að þetta ákvæði er sett til þess
að létta starfi af kennurunum.
Nýir skólar.
Tveim farskólum í Mosvalla- og Breið-
dalsskólahverfmn var breytt í heimavist-
arskóla á síðasta skólaári. Árni Stefánsson
er skólastjóri í Breiðdalnum, en óveitt er
skólastjórastaðan í Mosvallaskólahverfi,
að Holti í Önundarfirði. Guðm. Ingi
Kristjánsson, rithöfimdur, gegndi stöð-
unni s.l. skólaár, þar sem enginn kennari
fékkst, sem hefur kennarapróf.
Búizt er við, að nýr skóli verði stofnað-
ur að Kársnesi í Kópavogskaupstað, og
nýr gagnfræðaskóli tekur til starfa í
Reykjavík á þessu hausti.
BÆKUR
Barnablaðið Æskan hefur um langt
skeið gefið út ýmsar úrvals barnabækur,
og enn hefur það sent frá sér 6 nýjar og
vandaðar bækur, bæði eftir innlenda og
erlenda höfunda. Heimili og skóla hafa
borizt eftirtaldar barna- og unglingabæk-
ur frá Æskunni:
Vala og Dóra eftir Ragnheiði Jónsdótt-
ur. Það þarf ekki að kynna Ragnheiði
Jónsdóttur fyrir íslenzkum börnum og
unglingum, því að hún er nú orðin stór-
virkur barnabókahöfundur. Þessi bók er
framhald af Völu, sem hlaut miklar vin-
sældir, eins og aðrar bækur Ragnheiðar,
en efnið verður annars ekki rakið hér. —
Ragnheiði tekst jafnan að gera bækur sín-
ar lifandi og skemmtilegar.
Vormenn íslands eftir Óskar Aðalstein.
Óskar er heldur enginn nýliði á þessu
sviði. Hann hefur skrifað þrjár bækur fyr-
ir börn og unglinga, sem fengið hafa ágæta
dóma. Þessi saga er í aðalatriðum saga
þriggja drengja. Þetta eru tápmiklir
piltar, sem lenda í ýmsum ævitýrum. —
Margt fleira fólk kemur þama við sögu,
gott fólk, sem margt má af læra. Þetta er
góð drengjabók.
Góðir gestir eftir Margrétu Jónsdóttur.
Þennan höfund þarf heldur ekki að kynna,
því að þetta er 12. bók hennar. Og allar
þessar bækur hafa flogið út. Þetta er safn
af smásögum og fallegum barnaljóðum,
mjög eiguleg bók með allmörgum mynd-
um. Þessi bók verður vafalaust mjög valin
til jólagjafa.
Snorri eftir Jennu og Hreiðar, kennara
á Akureyri. — Hér er heldur ekki um
óþekkta höfunda að ræða, því að þetta er
einnig 12. bók þeirra hjóna. Þeim er sér-
staklega sýnt um að skrifa fyrir yngstu
lesendurna, enda eru þau bæði smábarna-
kennarar. Allar bækur þeirra hafa selzt
upp á skömmum tíma, og eru það góð
meðmæli með bókunum. Nokkrar myndir
eru í bókinni.
Ég mæli hið bezta með öllum þessum
bókum. — H. J. M.