Heimili og skóli - 01.02.1959, Side 14

Heimili og skóli - 01.02.1959, Side 14
8 HEIMILI OG SKÓLI gaman af að hnoða kökudeig eða leir. Þau geta nú búið til ófullkomið jóla- trésskraut úr pappír. En á meðan líkaminn hreyfist, gerir munnurinn það einnig. Fjögra ára börn tala og tala, bæði við sjálf sig og aðra. Þau hafa nú svo rnikið vald yfir líkama sínum, að þau geta samtímis bæði talað og unnið. Þau fylgja oft hverri athöfn eftir með orðum: „Fara í sokkinn — hvar er nú hnezlan? — Og svo talan — nú teikna ég hest — með eyrum — svo taglið — svo fæturna — nei, þetta er köttur! — Spurningar og orsakasamhengi. Nú fer málkunnátta barnanna að taka risaskref, og fjögra ára börn taka nú að leika sér að málinu. Þau læra alltaf ný og ný orð og nota þau óspart. Þau fara að leika sér að skammaryrð- um og „ljótum orðum“ og fara að taka sér í munn talshætti hinna fullorðnu: „Þú skilur, ég er í raun og veru ekkert syfjaður." Þeim þykir gaman að ýkj- um og öfgum: „Ég er búinn að segja þetta hundrað sinnum.“ Mér þykir þúsund — milljón sinnum vænt um þig-“ Þörfin fyrir að spyrja og fá sam- hengi í hlutina, er nú miklum mun sterkari en um þriggja ára aldurinn. „Hvers vegna?“ „Hvernig?" „Það er kannski svoleiðis, að . . . ?“ „Já, en hvers vegna svona?“ Hvaðan kemur það og hvert fer það?“ Auk þess að spyrja um sitt eigið upphaf, fara börn- in nú að spyrja um dauðann. „Hve- nær deyjum við?“ „Hvað er það að deyja?“ „Hvað verður af okkur þá?“ „Við deyjum, þegar við verðum göm- ul. Ert þú gömul, mamma?“ Fjögra ára börn eru stundum hrædd um að ein hver muni deyja, — og þá muni heim- urinn — heimur þeirra — hrynja í rústir. Þessi ríka þörf fyrir að skilja sam- hengi tilverunnar, leiðir oft til þess, að börnin fara sjálf að byggja upp þetta samhengi. „Vindurinn kemur frá stóra trénu, sem bærir greinarnar.“ — Hlut- irnir búa yfir einhverjum innri kröft- um. Það má ekki stíga á vissa reiti í gólfábreiðunni. Það má ekki berja þrisvar sinnum á ákveðinn stað á veggnum, þegar gengið er framhjá, annars kemur eitthvað hættulegt fyrir. Ósannindin. ímyndunarafl fjögra ára barna er ekki síður fjörugt en líkaminn. Þau leika, umbreyta, endursegja. Bygginga- kubbur getur á einu andartaki orðið að meðalaflösku. Úr henni fær veika brúðan meðal. Sami kubburinn getur orðið að kodda undir höfuð hennar. Stundum er hann jámbrautarvagn, sem þýtur með ofsahraða eftir teinum á gólfinu. Sjálfur er fjögra ára snáðinn ýmist búðarmaður, pípulagningamað- ur, pabbi eða ungbam og skiptir oft um hlutverk. Þessi börn búa sér til ímyndaða félaga, sem þau tala við, og þessum félögum er svo venjulega kennt um, ef eitthvað mistekst. Nú hugsa þau sig inn í heim hinna fullorðnu miklu meir en áður. Þau þrá að stækka og standa jafnfætis hinum fullorðnu. Þess vegna klæða drengimir sig stund- um eins og pabbi, og telpurnar fara í kjól móður sinnar. Þau hafa gaman af sögum, sérstaklega sögum um það, þeg- ar pabbi eða mamma voru lítil. En það er ekki alltaf auðvelt að

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.