Heimili og skóli - 01.02.1959, Page 10
4
HEIMILI OG SKÓLI
lilusta. Skólanemendum gengur illa að
læra hana og fulltíða mönnum getur
einnig gengið það illa. Útvarpið þjálf-
ar menn ekki í þessari íþrótt. En kann-
ski er hér líkt á komið fyrir útvarpinu
og skólunum? Ég held að við kennarar
tölum of rnikið við nemendur okkar,
svo að þeir verða þreyttir af að hlusta
á okkur. Ég held að útvarpið flytji
okkur of mikið efni, miðað við það að
hlustendur kunna ekki með útvarps-
efnið að fara. Það venur menn af að
hugsa og hlusta, en hvort tveggja er
hættulegt. Ég held því, að það mætti
stytta dagskrána að verulegu leyti öll-
um að skaðlausu, en þróunin gengur
nú í öfuga átt, svo að líklega verður
ekki nenra blánóttin friðuð. Hamingj-
an hjálpi þeim, sem af engu vilja
missa!
Enginn efi er á því, að útvarpið hef-
ur, þrátt fyrir allt, hjálpað til að halda
fjölskyldunni saman á hinum síðustu
upplausnartímum, þótt ekki hafi
hrokkið til. En svo virðist þó, sem það
nái yfirleitt ekki hlustum hinna ungu.
Enda lítið til þess gert. Útvarpsefni
fyrir börn hefur aldrei verið meira en
nú, en efni fyrir unglinga frá 14 ára til
tvítugs er harla lítið, nema ef nefna
skyldi „lög unga fólksins“ og aðra
svipaða þætti með nauða ómerkilegri
og menningarsnauðri tónlist. Ég hef
stundum verið að hugsa um það, hvort
unga fólkið ætti það skilið, að þessi
þáttur væri kenndur við það, og lík-
lega er það svo í raun og veru, því að
fátt eitt mun það hlusta á af meiri at-
hygli. En ef þetta er svo í raun og veru,
að þetta séu lög unga fólksins, hvernig
fer þá með framtíðina? Hver verður
tónsmekkur þjóðarinnar á næstu ára-
tugum? Hvað syngur unga fólkið á
samkomum sínum og gleðistundum?
Fyrir nokkrum áratugum tengdu
þjóðlögin og ættjarðarlögin alla ís-
lendinga saman í einn kór. Þá gátu
ungir og gamlir sungið saman. Þá átt-
um við fáa eða enga tónlistarmenn. Þá
var heimilistónlist allmikil. En þótt
hljóðfæri séu nú á miklu fleiri heim-
ilum en þá, er heimilistónlist á undan-
haldi. Hún stenzt ekki samkeppni við
útvarpið.
Nú eigum við kost á háþróaðri tón-
list, sem almenningur hefur horn í
síðu, en við eigum einnig kost á að
heyra, og allt of greiðlega, menning-
arsnauða tónlist, sem nú er farið að
kenna við unga fólkið og glymur á
mörgum íslenzkum heimilum. Ætt-
jarðarlögin eru að hverfa. Þau voru
að vísu fábrotin tónlist, en þjóðleg.
Hér hvílir mikil ábyrgð á útvarp-
inu, eins og á mörgum öðrum sviðum.
Það er að verulegu leyti á þess valdi,
hveniig þessum málum skipast í fram-
tíðinni. Þarna eru skólarnir og heim-
ilin allt of veik til að styrkja útvarpið
í þeirri viðleitni að venja almenning
á æðri tónlist. Það þarf að finna þarna
heppilegan meðalveg. Létt tónlist á
fullkominn rétt á sér, en helzt ekki
þessi „öskurtónlist.“ Hún á engan rétt
á sér, frekar en glæpasögur.
Ég kem svo að því aftur. Gæti út-
varpið ekki fundið eitthvað annað
efni, sem hentar ungu fólki, en jass og
rokk og hvað það nú heitir allt saman.
Það gæti svo verið sérstakur kapítuli
út af fyrir sig að tala um textana við
þessi lög, sem útvarpið leyfir sér að
flytja hlustendum, þótt þeir eigi ekki
allir óskilið mál.