Heimili og skóli - 01.02.1959, Side 25

Heimili og skóli - 01.02.1959, Side 25
HEIMILI OG SKÓLI 19 kennslutæki lyrir vangefin börn. Þau æfa handlag og hjálpa til við sköpun hluta eða mynda. Pappi og pappír er nauðsynlegt efni. Veggfóðurslím er bæði ódýrt og hentugt við pappa-, pappírs- og tauvinnu. Þörf eru líka tæki til útsögunar og sauma. Þá er gott að börnunum hafi verið kennt að búa til mynstur og þau hafi fengið þjálfun í meðferð línu og forma. Myndir eru nauðsynleg tæki við kennslu vangef- inna barna. Þær verða að vera einfald- ar og þannig gerðar, að aðalatriðin falli ekki í skugga aukaatriða. Slíkar myndir eru góðar til þess að þjálfa greiningarhæfni barnanna og lita- og formskyn þeirra. Einnig eru slíkar myndir notaðar sem grundvöllur und- ir frásagnaræfingar bæði munnlegar og skriflegar. Boltinn á einnig rétt á sér í skóla- stofunni til að æfa viðbragðsflýti og eftirtekt. Reglustikur eru nauðsynleg tæki. Á þeim lærir barnið að þekkja gildi mælieininga, og einnig er þeim beitt til að kenna nákvæmni í vinnu- brögðum. Litkrít er nauðsynleg, bæði fyrir kennara og börnin. Fátt örvar bömin meira en að fá að vinna með litkrít á töflunni. Barn, sem treystir sér ekki til ákveðins verks í sæti sínu, fær nýjan kraft og aukna getu við það að fá lit- krít í hendurnar og mega vinna verkið á töflunni. Myndir, sem kennarinn lætur fylgja því, sem hann skrifar á töfluna, örva meira til starfa, ef þær eru litaðar. Allt umhverfi okkar er hlaðið litum, sem hjálpa til að skapa og afmarka form. Af þessari ástæðu, og mörgum fleiri, er glæðing lita- og formskyns barnsins þörf. Að raða gomlum spilum, safna og raða notuðum frímerkjum stöðvar og eykur athyglina, en slík þroskun er undirstaða alls náms, ekki sízt bók- náms. í stuttu máli mætti segja, að tak- markinu til þess þroska, sem hugsan- legur er, verði bezt náð með því að láta sem fæstar stundir líða hjá í aðgerðar- leysi, þar sem börnin stara fram fyrir sig sljóum augum eða afleiðing verk- leysisins verður hnippingar og þvaður. Ég hef reynt að sýna fram á, að hin ódýrustu og einföldustu tæki geta ver- ið þýðingarmikil við kennslu þessara barna, og oft þýðingarmeiri en dýrari tækin, sem ryðja sér nú mjög til rúms í skólum landsins. Margir hlutir aðrir en ég hef nefnt hér eru kennslunni þarfir, og vildi ég þá helzt minna á all- an þann aragrúa, sem natinn og góður kennari býr sér til af hjálpartækjum, eftir því sem honum þykir við þurfa hverju sinni. Kennsla vangefinna barna þarf að vera mjög einstaklingsbundin, til þess að hinir takmörkuðu hæfileikar njóti sín til fulls. í þessari staðreynd felst krafan um, að börn séu naumast fleiri en 15 í hverri deild. Börnunum á síðan að skipta í starfshópa í hverri deild, og ræður þeirri skiptingu hæfileikaskyld- leiki og námshraði barnanna. Séu börnin ekki fleiri og skipt í starfshópa, getur kennarinn stjórnað verkinu hjá heildinni og jafnframt tekið einstak- lingana til sérkennslu. Þannig skapar þetta fyrirkomulag tækifæri, sem hóp- kennslan gæti ekki veitt, þegar um vangefna nemendur er að ræða. Börn sem eru með GV 75—50 eru oft eitthvað afbrigðileg í fasi og jafn- vel útliti og bera því með sér hæfi- leikaskortinn. Kennurum og öðrum uppalendum hættir oft til að álíta, að tilgangslaust sé að reyna að kenna þess- um börnum. Börn á þessu gáfnastigi eru að miklu leyti ófær til bóklegs

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.