Heimili og skóli - 01.02.1959, Síða 18

Heimili og skóli - 01.02.1959, Síða 18
12 HEIMILI OG SKÓLI halda að þau geti leyst. Og þau taka sér ekki eins nærri ósigur og gagnrýni og áður. Sérstaklega ef þau gera sér grein fyrir því, að hlutverkið hafi ver- ið þeim um megn. Þau kunna betur að velja og hafna og taka sér ekki eins nærri og áður að þurfa að hafna öðru af tvennu. Þau eiga nú meira siðferðis- legt þrek og hafa meira vald á sér er þau komast í andstöðu við fullorðið fólk, því að nú kunna þau frekar að meta það, hvort kröfur hinna full- orðnu eru réttmætar eða ekki. Þau taka því meira uppeldi. Nú læra þau fúslega einstakar kurt- eysisvenjur, svo sem að hneigja sig, segja „þökk fyrir“, „gjörið svo vel“ o. fl. En allt slíkt læra börnin helzt af fordæmi annarra eða eins og í leik, en síður með stöðugum áminningum. Þessi fúsleiki barnanna til að læra og tileinka sér ýmsar umgengisvenjur, stafar af aukinni félagsþörf og auknum félagsþroska. Þau kunna nú betur að leika sér með öðrum börnum, þau geta tekið þátt í félagsleikjum og þeim kem- ur betur saman við jafnaldra sína en áður. Þau geta nú unnið saman í skap- andi leik, t. d. með kubbum, hlutverka- leikum, þar sem þau skipta á milli sín hlutverkum. Þá er eitt barnanna móð- ir, annað pabbi. Stundum er eitt barnanna stöðvarstjóri, annað vagn- stjóri og hið þriðja farþegi. Þörfin fyrir leikfélaga er stundum svo sterk, að þau búa sér til ímyndaða félaga, stundum óska þau sér að eign- ast nýjan bróður eða systur. Og stund- um ræða börnin sín á milli um börnin, sem þau ætla að eignast þegar þau verða stór. Viðfangsefni umheimsins. Reiði — Ótti. Það fylgir vaxandi sjálfstæði, að barnið fer að hætta sér lengra en áður í rannsóknarferðum sínum. Oar nú fara o fimm ára börn að hætta sér nokkuð langt frá heimili sínu, án samfylgdar. En eftir því sem heimurinn stækkar, uppgötvar barnið þar einnig nýjar hættur. Þau heyra talað um þjófa og ræningja og þau eru hrædd, bæði af sínum eigin og annarra ævintýrum. En þegar spennu dagsins er að ljúka, og þau eru að falla í svefn og eru aftur lítil og vanmáttug" börn í stórurn heimi, ber það við, að þau þrá öryggi og skjól. Þau fara kannski að hugsa um þjófana, sem brjótast inn í hús, og kannski taka þeir þau með sér, ræna frá foreldrum þeirra einhverjum góð- um og verðmætum hlutum, sem böm- in hafa mætur á. Þá er áríðandi á slík- um stundum, að einhver fullorðinn sé í návist þeirra til að veita þeim ör- yggi í slíkum draumórum. Þessi ótti stafar oft af því, að þau eru ekki enn fær um að greina með öllu á milli hugmyndaflugs og veruleika. Þau fara annars að gera æ skarpari greinarmun á sannleika og ósannind- um, en við megum þó ekki gera þar of miklar kröfur, enn sem komið er. Aftur hafa þau nú orðið mjög gaman af ævintýrum, en það hafa þau ekki haft áður. Þau geta einnig haft gam- an af einföldum leiksýningum, en eru ekki orðin nógu þroskuð til að skilja og hafa gaman af kvikmyndum. Ekki að minnsta kosti kvikmyndum eins og við höfum yfir að ráða. Fimm ára börn fá sjaldan þau reiði-

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.